Abstract

Í þessari grein er fjallað um samstarfsrannsókn sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur í leikskólanum voru fimm ásamt meistaranema og kennara frá Menntavísindaviði Háskóla Íslands. Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni RannUng (Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna) og fimm leikskóla víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Rannsóknin bar vinnuheitið Mat á námi og vellíðan barna en samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) ber starfsfólki leikskóla að meta nám og vellíðan barna og var markmiðið með rannsókninni að þróa matsaðferðir í leikskólastarfi í þeim tilgangi. Þátttakendur hvers leikskóla höfðu frjálsar hendur varðandi val á áherslum og aðferðum. Í öllum leikskólunum var unnið með námssöguskráningar en þátttakendur í umræddum leikskóla völdu þá leið að þróa mat á námi og vellíðan barna með rafrænum námssöguskráningum. Fyrir valinu varð forritið Book Creator þar sem þátttakendur þekktu það og höfðu unnið með það í spjaldtölvum. Leikskólinn er heilsuleikskóli og er skráning í Heilsubók barnsins helsta matsaðferð hans. Þátttakendur völdu að kanna hvort rafræn námssöguskráning myndi henta vel með Heilsubók barnsins og styðja við skráningar í hana. Gagnaöflun fór fram með viðtölum bæði við upphaf og lok rannsóknarinnar, skráningu í rannsóknardagbók, vettvangsathugunum og fundargerðum ásamt rafrænum námssöguskráningum. Niðurstöður benda til þess að þátttakendur í leikskólanum hafi öðlast aukna færni í rafrænum námssöguskráningum. Þó nokkrar hindranir urðu á vegi þátttakenda en tæknileg atriði og tímaskortur léku þar stórt hlutverk. Leikskólastjórinn benti á að námssöguskráningarnar væru viðbót við það sem fyrir væri og að hann sæi ekki fram á, miðað við tímaskort og fáa undirbúningstíma leikskólakennara, að námssöguskráningarnar myndu festa sig í sessi. Hann sagðist þó vera viss um að eitthvað af starfsfólkinu myndi halda áfram að skrá rafrænar námssögur en var ekki viss um hversu markvisst það yrði. Aðrir þátttakendur lýstu yfir áhuga á að halda áfram skráningu á rafrænum námssögum eftir að verkefninu lyki og þá sérstaklega til að nota í foreldraviðtölum. Því er ekki hægt að tala um að innleiðing hafi átt sér stað nema að fremur afmörkuðu leyti.

Highlights

  • Í Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) er haft að leiðarljósi að börn þroskist á ólíkum hraða, læri í gegnum leik og séu drifin áfram af eigin áhugahvöt

  • Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum: Hvers konar ávinningur og áskoranir felast í að nýta rafrænar námssöguskráningar í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu?

  • The article describes a collaborative action research project performed in one preschool in the greater Reykjavík area

Read more

Summary

Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla

Í þessari grein er fjallað um samstarfsrannsókn sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin bar vinnuheitið Mat á námi og vellíðan barna en samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) ber starfsfólki leikskóla að meta nám og vellíðan barna og var markmiðið með rannsókninni að þróa matsaðferðir í leikskólastarfi í þeim tilgangi. Í öllum leikskólunum var unnið með námssöguskráningar en þátttakendur í umræddum leikskóla völdu þá leið að þróa mat á námi og vellíðan barna með rafrænum námssöguskráningum. Fljótlega í ferlinu völdu þátttakendur þessa leikskóla, sem og annarra, að kynna sér námssöguskráningar í þeim tilgangi að meta nám og vellíðan barna. Þar er þeim hugmyndum haldið á lofti og lögð aukin áhersla á að meta þurfi nám og vellíðan barna með því að af la upplýsinga og gagna um það sem börnin fást við í daglegu lífi

Námsmat í leikskóla
Upplýsingatækni í leikskólastarfi
Fagmennska og lærdómssamfélag
Viðfangsefni og rannsóknarspurning í leikskóla
Þátttakendur og aðferð
Rafræn skráning var góð viðbót
Tækifæri til að staldra við og skoða leik barnanna
Liður í starfsþróun
Hindranir og skipulag
Documenting Learning Stories electronically by using Book Creator
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call