Abstract

Félags- og tilfinningahæfni er mikilvægur þáttur í menntun leikskólabarna og undirstaða frekara náms og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig starfsfólk leikskóla þróaði leiðir til að styðja við félags- og tilfinningalegt nám barna í leik og daglegu starfi og hlúa að vináttu þeirra og samskiptum. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hvernig hægt sé að styðja við félags- og tilfinningahæfni barna í leik og daglegu starfi í leikskólum. Þróunarverkefni fór fram í fimm leikskólum í einu sveitarfélagi. Tekin voru rýnihópaviðtöl við leikskólastjórnendur í upphafi og lok þróunarverkefnisins. Niðurstöður sýna að stjórnendur leikskólanna töldu mikilvægt að styðja við félags- og tilfinninganám barna í gegnum leik og daglegt starf, vera til staðar í leiknum, fylgjast með honum og styðja við samskipti barnanna í leiknum. Þrátt fyrir þessi viðhorf og þekkingu leikskólastjórnendanna reyndist erfitt að koma þessu í framkvæmd. Þróunarverkefnið virtist einnig hafa takmörkuð áhrif til breytinga varðandi leikjaskráningar, þrátt fyrir aukna áherslu á þann þátt í verkefninu. Hins vegar gerði starfsfólkið ýmsar breytingar á rými og skipulagi leikskólanna sem höfðu jákvæð áhrif á félags- og tilfinninganám barnanna. Áhugi stjórnenda leikskólanna á auknum tengslum og stuðningi við foreldra jókst einnig meðan á verkefninu stóð og voru áform um að efla þann þátt enn frekar með námskeiðum og fræðslu fyrir foreldra. Líta má á þróunarverkefnið sem mikilvægt upphaf fyrir þátttakendur til að þróa áfram og innleiða árangursríkar leiðir til að styðja við félags- og tilfinningalegt nám barna. Með áframhaldandi fræðslu og þjálfun starfsfólks, endurskoðun á skipulagi og rými leikskólans og auknu samstarfi við foreldra má stuðla að betri samskiptum, vináttu og vellíðan barna í leikskólum.

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.