Abstract

Markmið þessarar greinar er að kanna upplifun kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir fordómum eða mismunun innan íslenskra fyrirtækja og stofnana vegna ofþyngdar sinnar. Áhersla er lögð á konur þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að konur eru töluvert líklegri til að upplifa og tilkynna um mismunun á vinnustað tengda holdafari. Sú mismunun sem rannsökuð hefur verið er til að mynda hvernig holdafar hefur áhrif á laun, möguleika á því að hreppa stjórnendastöðu þegar umsækjandi er í yfirþyngd og hvernig þyngdin hefur áhrif á almennar ráðningar og uppsagnir. Tekin voru viðtöl við sjö konur sem höfðu allar verið á vinnumarkaði í að lágmarki fimm ár. Konurnar voru á aldrinum 25–46 ára gamlar þegar rannsóknin fór fram. Hópurinn hafði fjölbreytta starfsreynslu og kom úr mismunandi geirum atvinnu[1]lífsins. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að allar konurnar höfðu heyrt móðgandi athugasemdir, orðið fyrir niðurlægjandi hegðun á vinnustaðnum og jafnvel þurft að sæta uppsögnum sem þær gátu aðeins tengt við útlit sitt og þyngd. Þær upplifðu einnig mikla kröfu um að leggja meira á sig til að vera metnar sem jafningjar annarra. Allt þetta leiddi til kvíða, þunglyndis, skerts sjálfstrausts og annarra andlegra afleiðinga. Með þessari rannsókn er vonast til þess að opna augu þeirra sem starfa með einstaklingum í yfirþyngd, þar sem sú hegðun sem hér kemur fram er oft mjög falin eða hreinlega samþykkt.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call