Abstract

Undanfarið hefur umræða um heilbrigðismál hér á landi beinst að aðstæðum og álagi innan Landspítala háskólasjúkrahússins en fræðilegar rannsóknir um vandann eru fáar. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta starfsstétt heilbrigðisþjónustunnar og erlendar rannsóknir varpa ljósi á mikilvægi þeirra varðandi gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og dánartíðni. Einnig sýna rannsóknir að vinnuálag hjúkrunarfræðinga er að aukast og einkenni kulnunar í starfi að verða algengari. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á Landspítala meta starfsumhverfi sitt, starfsánægju og einkenni kulnunar í starfi og gæði þjónustu á Landspítala. Gerð var rafræn viðhorfskönnun meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspitala í nóvember 2015. Gögnin voru borin saman við gagnasafn fyrri rannsóknar frá árinu 2002 með sama mælitæki, á sama stað, með sömu aðferð við öflun þátttakenda og við greiningu gagna. Helstu niðurstöður sýna að einkenni kulnunar eru orðin algengari og alvarlegri, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður telja mönnun vera ábótavant, tvöfalt fleiri ætla nú að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum en mat á gæðum þjónustu hefur lítið breyst milli rannsókna. Sömu áhrifaþættir kulnunar í starfsumhverfi komu í ljós í báðum rannsóknum, þ.e. mönnun, stjórnun á deild og samskipti. Rannsóknin er mikilvægt framlag til umræðu um þróun heilbrigðiskerfisins og veitir starfsmönnum, stjórnendum og stjórnvöldum innsýn í starfsumhverfi á Landspítala og leiðir til úrbóta.

Highlights

  • General dicussion about Icelandic health care has recently focused on the situation on Landspitali but studies about the problem are limited

  • 38 | Tímarit um viðskipti og efnahagsmál burnout are more common and more serious, nurses and midwifes estimate the staffing as not adequate, the proportion of participants planning to leave within the 12 months has doubled and attitudes towards quality of care is similar

  • The study is a contribution to knowledge and to the discussion about the health care services and provides staff, management and government an insight into the working environment at Landspítali og potential ways forward

Read more

Summary

Inngangur

Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu hefur aukist á síðustu árum sem tengist einkum hækkandi lífaldri og aldurssamsetningu þjóðarinnar. Starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna hefur áhrif á starfsmannaveltu, líðan í starfi og ekki síst á gæði þeirrar þjónustu sem þar er veitt (Aiken o.fl., 2012; McHugh o.fl., 2011; Maslach o.fl., 2001; Aiken o.fl., 2008; Vahey o.fl., 2004). Þættir sem hafa áhrif á einkenni kulnunar á meðal heilbrigðisstarfsmanna eru til dæmis ójafnvægi á milli krafna í starfi og bjargráða (Schaufeli o.fl., 2009); ófullnægjandi mönnun, ónógur stuðningur frá stjórnendum og samstarfsfólki og vandi vegna samskipta milli fagstétta (Maslach o.fl., 2001; Vahey o.fl., 2004; Sigrún Gunnarsdóttir o.fl., 2009; Chen og Johantgen, 2010) sem og mismunur á milli eigin gilda einstaklings og gilda skipulagsheildar (Schaufeli o.fl., 2009). Ákveðið var að gera könnun á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á Landspítala, kanna líðan þeirra í starfi og viðhorf til gæða þjónustunnar og bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður sambærilegrar rannsóknar sem framkvæmd var árið 2002 (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Tilgáta 5: Mat hjúkrunarfræðinga á gæðum starfsumhverfis á Landspítala hefur tengsl við starfsánægju þeirra, einkenni kulnunar í starfi og mat þeirra á gæðum þjónustu

Aðferð
Þátttakendur
Mælitæki
Niðurstöður
Starfsánægja
Einkenni kulnunar í starfi
Gæði þjónustu
Starfsumhverfi
Starfsánægja hjúkrunarfræðinga
Einkenni um kulnun í starfi meðal hjúkrunarfræðinga
Mat á gæðum starfsumhverfis og þjónustu
Lokaorð
Findings
Takmarkanir og framtíðarrannsóknir
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call