Abstract

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur starfað í meira en sjö ár. Þegar umgjörð peningamála var breytt með lagabreytingu árið 2009 sem kvað á um skipan peningastefnunefndarinnar var alþjóðleg reynsla af tilhögun ákvörðunartöku í peningamálum höfð til hliðsjónar. Jafnframt voru gerðar breytingar er miðuðu að auknu gagnsæi og trúverðugleika peningastefnunnar. Athugun á atkvæðagreiðslum peningastefnunefndar á tímabilinu 2009-2015 leiðir í ljós að ólík sjónarmið hafi verið til staðar innan nefndarinnar. Ekki náðist full samstaða í hátt í helmingi atkvæðagreiðslna, í þriðjungi tilvika kaus einn nefndarmaður gegn meirihlutanum og í tæplega sjöttungi tilvika voru tveir nefndarmenn í minnihluta. Þegar um er að ræða ágreining í nefndinni samanstendur meirihlutinn oftar af bæði innri og ytri nefndarmönnum heldur en eingöngu innri nefndarmönnum. Samsetning minnihlutans á vaxtaákvörðunarfundum hefur jafnframt verið nokkuð breytileg á tímabilinu. Atkvæðaskipting peningastefnunefndar virðist vera svipuð því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar sem eru með svipað fyrirkomulag. Breytt tilhögun ákvarðanatöku í peningamálum virðist hafa skilað árangri. Þjóðarbúskapurinn hefur náð sér á strik í kjölfar fjármálakreppunnar og verið í betra jafnvægi. Verðbólga hefur verið undir verðbólgumarkmiði bankans um tveggja og hálfs árs skeið og langtímaverðbólguvæntingar hafa þokast niður á við. Ætla má að árangur peningastefnunnar undanfarin ár hafi átt þátt í að skapa þeim traustari kjölfestu en áður. Aðrir ólíkir þættir hafa þó einnig gegnt mikilvægu hlutverki í efnahagsbata undanfarinna ára.

Highlights

  • The Central Bank of Iceland Monetary Policy Committee (MPC) has been active for more than seven years

  • The Icelandic economy has recovered from the financial crisis and appears to be better balanced than before

  • It can be assumed that the success of monetary policy in recent years has played a role in anchoring expectations more firmly

Read more

Summary

Tímarit um viðskipti og efnahagsmál

The composition of the minority has varied somewhat over the period in question. The voting patterns of the Icelandic MPC appear to be similar to those in neighbouring countries with a similar monetary policy framework. The revision of the framework for monetary decision-making appears to have been a change for the better. The Icelandic economy has recovered from the financial crisis and appears to be better balanced than before. Inflation has been below the Central Bank’s inflation target for about two-and-a-half years, and long-term inflation expectations have subsided. It can be assumed that the success of monetary policy in recent years has played a role in anchoring expectations more firmly. Other factors have played an important part in the recent economic recovery, . JEL flokkun: E58, D71, D72, D78 Lykilorð: seðlabankar, peningastefna, peningastefnunefnd, atkvæðagreiðslur.

Inngangur
Stjórn peningamála með peningastefnunefnd
Ólíkar gerðir peningastefnunefnda
Samsetning peningastefnunefnda
Stærð peningastefnunefnda
Breytingar á ramma peningastefnunnar í kjölfar fjármálakreppunnar
Fyrirkomulag vaxtaákvarðana
Miðlun upplýsinga um ákvarðanir peningastefnunefndar
Atkvæðagreiðslur peningastefnunefndar Seðlabankans
Oftar samstaða um óbreytta vexti en þegar ákveðið var að breyta vöxtum
Alþjóðlegur samanburður
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call