Abstract

Í þessari grein er skoðað hvað einkenni þróun fyrirtækja í hestamennsku (e. horse industry) á Íslandi og hverjar séu helstu ástæður þess að hestamennska sem áhugamál eða lífsstíll er þróuð yfir í fyrirtæki. Auk þess er rýnt í það hver sé þáttur ferðaþjónustu í þróun hestamennsku sem atvinnugreinar á Íslandi. Skoðað er hvernig hestamennska og ferðamennska mætast í fjölþættri og ört vaxandi atvinnustarfsemi, ekki síst í dreifbýli. Talsverðar rannsóknir eru til um einkenni og þróun lífsstílsfyrirtækja m.a. í ferðaþjónustu en lítið er um rannsóknir meðal slíkra fyrirtækja í hestamennsku. Rannsóknin var eigindleg og framkvæmd í gegnum hálfopin viðtöl við 16 rekstraraðila í hestamennsku. Vísbendingar komu fram um að fyrirtæki í hestamennsku gangi fremur milli kynslóða en ferðaþjónustufyrirtæki almennt, sem kemur nokkuð á óvart og vekur athygli á mögulegri sérstöðu hestamennsku og hestatengdrar ferðaþjónustu samanborið við önnur form ferðaþjónustu. Tengsl hestamennsku og ferðaþjónustu eru fjölþætt og spanna allt frá því að fyrirtæki í hestamennsku hafi tekjur sínar eingöngu af ferðaþjónustu yfir í að fyrirtækin hafi engin bein tengsl við ferðaþjónustu. Leitt er líkum að því að í þeim fyrirtækjum þar sem ferðaþjónusta hefur ekki bein áhrif innan fyrirtækjanna sjálfra hafi ferðalög tengd þeim töluverð óbein efnahagsleg áhrif innan ferðaþjónustunnar.

Highlights

  • This paper deals with what identifies the development of equestrian businesses in Iceland and why the lifestyle and hobby of the equestrian business operators was developed into a business or profession

  • Þegar talað er um hestaferðaþjónustu hérlendis er gjarnan verið að fjalla um stuttar og langar hestaferðir

  • Vísbendingar hafa komið fram um að afkomendur þeirra sem stofna lífsstílsfyrirtæki, t.d. í ferðaþjónustu, taki sjaldan við rekstrinum vegna hugmyndar þeirra um að reksturinn sé enginn dans á rósum en að í þeim tilfellum sem

Read more

Summary

Inngangur

Hestamennska (e. horsemanship) hefur verið skilgreind sem samband manns og hests. Hestamennska á sér langa sögu og birtist með mismunandi hætti í menningu, sögu og atvinnulífi þjóða (Helgadóttir, 2006). Horse industry) hefur verið skilgreind sem öll starfsemi byggð á eða tengd hestum eða hestamennsku, þar með talin kjarnastarfsemi eins og ræktun og þjálfun auk tengdrar starfsemi og þjónustu (The Henley Centre, 2004). Sé miðað við heildarfjölda erlendra ferðamanna sem komu til landsins á árinu 2015 (Ferðamálastofa, 2016) má áætla að um 150.000 erlendir gestir hafi greitt fyrir að fara á hestbak á Íslandi. Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á því hvernig og hvers vegna áhugamál eða lífsstíll fólks í hestamennsku þróast yfir í ferðavöru og fyrirtæki sem tekur á móti fjölda ferðamanna ár hvert. Upplýsingar um snertifleti hestamennsku og ferðaþjónustu hérlendis eru einnig takmarkaðar þó að bent hafi verið á tengsl þessara greina (Ingibjörg Sigurðardóttir og Runólfur Smári Steinþórsson, 2015). Rannsóknin var eigindleg og byggði á ítarlegum hálfopnum viðtölum sem tekin voru á Norður- og Suðurlandi við 16 rekstraraðila í fyrirtækjum sem stunda hestatengda starfsemi allt frá frumframleiðslu (hrossarækt) til margvíslegrar hestatengdrar þjónustu svo sem þjónustu við ferðamenn

Smáfyrirtæki í landbúnaði og ferðaþjónustu
Árstíðabundin starfsemi
Rannsóknaraðferð
Niðurstöður
Ferðaþjónusta sem hluti af þróun hestamennsku sem atvinnugreinar
Umræða
Frá lífsstíl til ferðavöru
Ferðaþjónusta og hestamennska – sóknarfæri
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call