Abstract

Tilgangur greinarinnar er að rannsaka hvernig afmarkaður jarðvarmaklasi getur haft áhrif á þróun nýsköpunar hjá fyrirtækjum. Gerð er raundæmisrannsókn og þrjú raundæmi skoðuð; ORF Líftækni, Carbon Recycling International og Stolt Sea Farm Iceland. Ennfremur er leitað svara við því hjá fyrirtækjunum; i. í hverju nýsköpunin felst, ii. hver áhrif jarðvarmaklasans eru á nýsköpun fyrirtækja og iii. hver áhrif notkun jarðvarmans hefur á nýsköpun fyrirtækja. Niðurstaðan er að það er margt sem bendir til þess að afmarkaður jarðvarmaklasi geti haft áhrif á þróun nýsköpunar hjá fyrirtækjum. Í þeim þremur raundæmum sem skoðuð eru í þessari rannsókn hefur nýsköpun eitthvað að sækja í jarðvarmaklasann. Það mætti jafnvel færa rök fyrir því að þessi fyrirtæki hefðu ekki farið þá leið í nýsköpun sem raun ber vitni ef þau hefðu ekki verið hluti af sérhæfðum jarðvarmaklasa. Rannsóknin bendir til þess að ástæðan felist fyrst og fremst í þróun á sérhæfðri fjölhæfni og samansöfnunar þekkingar. Það eru hins vegar færri vísbendingar um að tengslanet klasans skipti máli. Má segja að það sé talsvert í mótsögn við það sem fræðimenn telja vera meginávinningur klasa.

Highlights

  • The purpose of the article is to research how specific geothermal cluster can affect the development of innovation in firms

  • Yin (2003) lagði áherslu á að raundæmisögur sem aðferðafræði væru áhugaverður kostur þegar: a) áhersla rannsóknarinnar er á „hvernig“ og „af hverju“ spurningar; b) að ekki er hægt að hafa áhrif á hegðun þeira sem eru til rannsóknar; c) að mikilvægt er að taka tillit til ytri aðstæðna þar sem þeir þættir hafa áhrif á viðfangsefnið sem verið er að skoða; eða d) skilmörkin á milli viðfangsefnisins og ytri aðstæðna eru ekki með öllu skýr

  • 4.1.3 Áhrif auðlinda og þyrpingar Þegar stjórnendur ORF Líftækni voru að skoða aðstöðu fyrir gróðurhús félagsins voru þrír aðalkostir til skoðunar

Read more

Summary

Inngangur

Á undanförnum árum hafa allmörg fyrirtæki verið stofnuð á Suðurnesjum sem hagnýta jarðvarma. Um 58 aðilar tóku þátt í samstarfi um að kortleggja Ísland og jarðvarmann, sem var stýrt undir merkjum jarðvarmaklasans (Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdótir, 2011). Það sem hins vegar var lítil rætt um var nýsköpun sem vaxtartækifæri, nýsköpun sem myndi byggja að einhverju leyti á notkun jarðvarmans með beinum eða óbeinum hætti. Bláa lónið er dæmi um einstaka nýsköpun þar sem notkun jarðvarmans er með margvíslegum hætti en verðmætasköpunin felst ekki hvað síst í ímyndinni sem sköpuð hefur verið í kringum Bláa lónið og snýr að upplifun viðskiptavina lónsins. Vaxtartækifæri sem felur í sér nýsköpun sem myndi byggja að einhverju leyti á notkun jarðvarmans með beinum eða óbeinum hætti er þess vegna áhugavert rannsóknarefni. Í samhengi við rannsóknaraðferðina er mikilvægt að skoða nánar hvernig fyrirtæki sem tengd eru Auðlindagarðinum og jarðvarmaklasanum eru að nýta jarðvarmann með mismunandi hætti til nýsköpunar. Raundæmunum ORF Líftækni, Carbon Recycling International og Stolt Sea Farm Iceland er lýst í stuttu máli og lokakaflinn snýr að niðurstöðum og umræðum

Fræðileg nálgun
Klasar
Nýsköpun og notendur
Aðferðafræði
Tilgangur og val á raundæmum
Gagnaöflun
Spurningar og greining
Umgjörð á raundæmisögum
Áhrif auðlinda og þyrpingar
Raundæmin
Orf Líftækni
Carbon Recycling International
Stolt Sea Farm
Umræður
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call