Abstract

Samfara aukinni valddreifingu í íslensku skólastarfi hefur umfang starfs skólastjóra grunnskóla aukist verulega. Í skólastjórn felst bæði stjórnun og fagleg forysta en skólastjóra er fengið það hlutverk samkvæmt lögum að móta stjórnskipan síns skóla og skipta verkum á milli kennara og stjórnenda. Sjónir fræðimanna hafa í vaxandi mæli beinst að hlut skólastjóra í að bæta námsárangur en sýnt hefur verið fram á að skýr tengsl eru á milli faglegrar forystu skólastjóra og árangurs nemenda. Með kjarasamningum 2001 var samið um störf aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra í þeim tilgangi að efla kennslufræðilega forystu í grunnskólunum og fjölgaði stjórnendunum talsvert fram til ársins 2008. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hverjar væru starfsaðstæður og bakgrunnur skólastjóra og hvaða viðfangsefni hann kysi sjálfur að axla í stjórnkerfi skólans. Gagna var aflað með rafrænni spurningakönnun sem send var öllum stjórnendum í grunnskólum með meira en 100 nemendur. Niðurstöður sýna að skólastjórar grunnskóla hafa umtalsverða starfsreynslu og mikill meirihluti þeirra hefur lokið framhaldsnámi í stjórnun. Þrátt fyrir viðleitni til að binda skólana saman sem faglegar stofnanir virðast þeir enn vera talsvert laustengdir. Tilhögun stjórnkerfis skólanna er óljós og hefur í för með sér ákveðin einkenni óreiðu fremur en fagveldis. Hlutverk aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra eru óljóst skilgreind en algengast er að skólastjóri gegni sjálfur hlutverkum stjórnenda. Hinum mikilvægu faglegu forystuhlutverkum er skipt með óljósum hætti milli stjórnenda og oftar en ekki er vísað til ábyrgðar stjórnendateymis. Benda niðurstöður til þess að áform kjarasamnings árið 2001 um að efla kennslufræðilega forystu í grunnskólum hafi ekki gengið eftir.

Highlights

  • Á undanförnum tveimur áratugum eða svo hefur starf og hlutverk skólastjóra grunnskóla vaxið mjög að umfangi í ljósi breyttra viðhorfa til skóla, nýrrar sýnar á skólastarfið og aukins sjálfstæðis skóla

  • Research points to a clear correlation between the professional leadership of principals and academic achievement

  • Leitað er svara við eftirfarandi spurningum: Hverjar eru starfsaðstæður og bakgrunnur stjórnenda í grunnskólum? Hvernig skiptast stjórnunar- og forystuhlutverk milli stjórnenda í grunnskólum?

Read more

Summary

Bakgrunnur rannsóknarinnar og fræðilegt samhengi

Þar með taldir skólar, bera mörg einkenni hinnar klassísku greiningar Webers á regluveldi (e. bureaucracy). Þessi sama niðurstaða birtist í öðrum rannsóknum á störfum skólastjóra sem benda til þess að fremur fátítt sé að skólastjórar leggi mat á störf kennara eða hafi bein afskipti af kennslunni á vettvangi Kröfur um námsárangur fara vaxandi (Börkur Hansen & Steinunn Helga Lárusdóttir 2013) og því er mikilvægt að skólastjóri búi við þær starfsaðstæður að hann geti sinnt kennslufræðilegri forystu og virkjað aðra stjórnendur og kennara með sér til þess. Í þessari rannsókn er kastljósi beint að þessu hlutverki skólastjóra og þess freistað að draga fram hverjar áherslur skólastjóri leggur í stjórnun og forystu skólastarfs og hverjar starfsaðstæður hans eru, þ.e. hvernig hann er búinn undir starfið og hvaða umgjörð honum er sett af hálfu sveitarfélaga

Aðferð
Niðurstöður
Findings
Umræða
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.