Abstract

Þessi tilviksrannsókn beinir sjónum að hvernig fámennt sveitarfélag á landsbyggðinni, Mýrdalshreppur, tókst á við hið erfiða samfélagslega áfall sem fólst í Covid-19 faraldrinum en sveitarfélagið var eitt þeirra sem urðu fyrir hvað mestum efnahagslegum samdrætti vegna faraldursins. Auk greiningar á aðgerðum sveitarstjórnar voru dregin fram áhrif stuðningsaðgerða stjórnvalda til atvinnulífs sveitarfélagsins. Áfallastjórnun mótar hinn fræðilega grunn sem og greiningarramma rannsóknar og var leitað svara við rannsóknarspurningum með viðtölum við 14 viðbragðsaðila og heimamenn í Mýrdalshreppi. Meginniðurstöður sýndu að stuðningur stjórnvalda hefði haft mikla þýðingu, bæði aðgerðir á landsvísu og sértæki stuðningurinn sem Mýrdalshreppi var veittur. Faraldurinn var mikil áskorun fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu en sveitarstjórn tók þá ákvörðun strax við upphaf hans að gefa í hvað framkvæmdir varðaði, sem varð heilladrjúgt. Sýnilegar framkvæmdir höfðu jákvæð áhrif og upplifðu íbúar sértækan stuðning stjórnvalda sem viðurkenningu á því að þeirra staða væri sérstaklega erfið. Samstaða íbúa var mikil en áskoranir vegna mikillar íbúaþróunar eru verulegar, til framtíðar litið.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call