Abstract

Mikið hefur verið ritað um stöðu kvenna í atvinnulífinu og um jafnrétti kynjanna í mismunandi atvinnugreinum. Afar fáar rannsóknir eru þó til á stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Þessi grein byggir á niðurstöðum rannsóknar á upplifun kvenna sem sitja í stjórnum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja en þær eru ekki margar og nokkrar sitja í fleiri en einni stjórn. Meginniðurstöður sýna að þær sem þó sitja í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja eru almennt ánægðar með stöðu sína innan greinarinnar, þrátt fyrir að sjávarútvegur sé talinn vera afar karllægur heimur. Viðtöl voru tekin við níu konur sem sitja í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja og leitast við að varpa ljósi á hlutskipti þeirra og hvernig upplifun þeirra er af atvinnugreininni og hvað mætti betur fara. Notast var við eigindlega aðferðafræði og voru viðtölin afrituð og greind niður í þemu og kóða. Niðurstöðurnar styðja vissar hugmyndir sem höfundar höfðu í upphafi og sýna þær að sjávarútvegurinn á sér sterka sögu og hefðir sem ef til vill er erfitt að breyta, en alls ekki ómögulegt. Konur eru að ryðja sér til rúms innan greinarinnar en kynjabundnar staðalímyndir eru afar sterkar í sjávarútvegi og störf karla innan atvinnugreinarinnar hafa almennt notið mun meiri virðingar en störf kvenna. Þó skynja viðmælendur ekki neinar neikvæðar raddir frá hinu kyninu þó að það hafi tekið einhvern tíma að koma sér inn í atvinnugreinina og þær finna ekki annað en að á þær sé hlustað og að rödd þeirra hafi hljómgrunn til jafns á við karlana.

Highlights

  • Much has been written on the position of women within economic life and on gender equality within various professions

  • Even if finding your way into the profession can take some time, they feel that their voices are heard and their ideas are considered

  • Gender-bound stereotypes are very prevalent within the seafood industry and traditionally men have gotten more respect than women for their work within the profession

Read more

Summary

Inngangur

Umtalsverðar breytingar hafa orðið í íslenskum sjávarútvegi á síðastliðnum áratugum, þar með talið miklar og örar tæknibreytingar sem hafa gjörbreytt atvinnugreininni og hafa haft mikil áhrif á störf innan hennar. Það getur reynst báðum kynjum erfitt að leita út fyrir þau störf sem talin hafa verið dæmigerð fyrir hvort kyn fyrir sig þar sem staðalímyndir og ákveðin verkaskipting hefur myndast í áranna rás. Konur sjást ekki til jafns við karla í stjórnum fyrirtækja og virðast karlar hafa meira forskot í þau sæti vegna þeirra viðmiðunarstaðla sem myndast hafa (Spencer, Logel og Davies, 2016). Lög um kynjakvóta hafa orðið til þess að fleiri konur sitja í stjórnum félaga en áður, en það virðist vera enn meiri áskorun að hafa áhrif á þá menn-. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á málefnið og skoða hver upplifun kvenna er í raun og veru af því að lifa og hrærast í sjávarútvegi og af því að sitja í stjórnum þar sem karlar eru og hafa verið í miklum meirihluta.Því völdum við að skoða eina karllægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn. Loks eru helstu þemu sem komu fram í viðtölunum um reynslu og upplifun þeirra kvenna sem rætt var við rædd og sett í samhengi við niðurstöður rannsókna um konur í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja

Þróun sjávarútvegs á Íslandi
Staðalímyndir
Stjórnarseta og kynjakvótar
Aðferðafræði
Niðurstöður
Karllæg grein
Áhugi á atvinnugreininni
Góð þróun
Umræða
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call