Abstract

Í grein þessari er fjallað um réttindi notenda þjónustu þegar verkefnum hins opinbera hefur verið útvistað með þjónustusamningum byggðum á 30. gr. fjárreiðulaga. Umfjöllunin er í eðli sínu þverfagleg á sviði stjórnsýslufræða annars vegar og stjórnsýsluréttar hins vegar. Hugmyndafræðin, sem liggur að baki þjónustusamningum, byggir á þeirri hugsun að hægt sé að einkavæða verkefni hins opinbera án þess að það hafi nein áhrif á réttarstöðu þeirra sem njóta þjónustunnar. Út frá sjónarhorni stjórnsýsluréttarins er hins vegar horft til þess að verkefni stjórnvalda hafi ákveðinn tilgang og hlutverk ásamt því að um þau gildi ákveðnar reglur sem ekki síst sé ætlað að vernda þá sem njóta þjónustunnar. Þegar verkefni eru færð frá hinu opinbera til einkaaðila missi þessar reglur ef til vill marks og þeir sem þjónustunnar njóta kunni að skaðast og um leið bresti hugsanlega ábyrgðarleiðir innan stjórnsýslunnar. Niðurstöður benda til þess að nokkuð skorti á að lagaheimildir að baki þjónustusamningum sem og að innihald samninganna sjálfra sé nægilega skýrt.

Highlights

  • Í grein þessari er fjallað um réttindi notenda þjónustu þegar verkefnum hins opinbera hefur verið útvistað með þjónustusamningum byggðum á 30. gr. fjárreiðulaga

  • The main aim of this paper is to explore the rights of citizens when government programs have been contracted out

  • The research is rooted in theories of both public administration and administrative law

Read more

Summary

Inngangur

Viðfangsefni þessarar greinar lýtur að samningum ríkisins við einkaaðila um að hinir síðarnefndu taki að sér að veita einstaklingum þjónustu gegn greiðslu úr opinberum sjóðum og álitamálum sem þeim tengjast. Á móti hefur verið bent á að samningagerð hins opinbera veki ýmis álitamál, sem t.d. tengjast þeim starfsramma sem stjórnsýslunni hefur verið markaður með lögum, m.a. vegna sjónarmiða um réttaröryggi borgaranna í samskiptum þeirra við stjórnsýsluna. Gilmour og Jensen (1998) hafa einnig bent á að sú leið að færa verkefni frá stjórnvöldum til einkaaðila geti haft í för með sér að þau komist undan lagalegri ábyrgð á verkefnum, sem er komið á fót af ríkinu, oftast löggjafanum, og greitt er fyrir úr ríkiskassanum Um þennan þátt hefur verið fjallað í stjórnsýslufræðum, þar sem sjónum er m.a. beint að skipulagi í rekstri hins opinbera. Hins vegar hefur mjög takmarkað verið fjallað um áhrif þjónustusamninga á réttarstöðu borgaranna í íslensku samhengi (sjá þó Margréti Völu Kristjánsdóttur, 2011).. Hins vegar hefur mjög takmarkað verið fjallað um áhrif þjónustusamninga á réttarstöðu borgaranna í íslensku samhengi (sjá þó Margréti Völu Kristjánsdóttur, 2011). Í grein þessari verður að einhverju leyti byggt á skrifum þessara einstaklinga en einnig á skrifum erlendra fræðimanna, skýrslum Ríkisendurskoðunar og svo sjálfstæðri rannsókn höfundar á álitum umboðsmanns Alþingis, dómum Hæstaréttar og áðurnefndum þjónustusamningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Nýskipan í ríkisrekstri
Ábyrgðarleiðir innan stjórnsýslunnar
Þjónustusamningar
Umræða
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call