Abstract

Þessi grein er byggð á gögnum úr eigindlegri rannsókn sem gerð var í tveimur íslenskum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu vorið 2014. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á notkun spjaldtölva í námi og kennslu grunnskólanemenda á yngsta stigi með hliðsjón af upplýsinga-, miðla- og tæknilæsi. Gagnaöf lun var tvíþætt og fólst annars vegar í vettvangsathugunum í skólunum tveimur þar sem spjaldtölvur voru notaðar og hins vegar voru tekin viðtöl við kennarana að loknum vettvangsathugunum. Skólar og kennarar sem tóku þátt í rannsókninni voru valdir vegna reynslu þeirra af notkun spjaldtölva í námi og kennslu á yngsta stigi grunnskóla. Grunnskólarnir bættu báðir spjaldtölvum við tæknibúnað sinn veturinn 2012 til 2013. Niðurstöðum þessarar rannsóknar ber að taka með þeim fyrirvara að hún nær eingöngu til fimm kennara í tveimur skólum og að ekki var fylgst með hópi nemenda lengur en sem nam einni kennslustund. Þær benda þó til þess að spjaldtölvur geti stutt nám og kennslu með ýmsum hætti. Sem dæmi þá virðist notkun spjaldtölva opna kennurum leið til að auka notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á yngsta stigi og gefa tækifæri til að auka þátt netsins, vefefnis og samfélagsmiðla í námi ungra nemenda. Þær gefa aukin tækifæri til að ef la upplýsinga- og miðlalæsi og tæknilæsi meðal yngstu nemendanna og auka fjölbreytni í skólastarfi, t.d. með fjölda smáforrita sem sérstaklega eru gerð til að þjálfa ýmsa færniþætti í námi, en einnig með möguleikum sem einfalda myndatökur, hljóðupptökur, kvikmyndatökur og samsetningu miðlunarþátta.

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.