Abstract

Í byrjun þessarar aldar tók lýðfræðileg samsetning íbúa á Íslandi töluverðum breytingum með auknum fjölda innflytjenda, einkum frá Póllandi. Þessi breyting féll vel að uppsveiflu í efnahagslífinu á Íslandi, því til að mæta auknum þörfum um vinnuafl þurfti í vaxandi mæli að sækja starfskrafta erlendis frá. Að sama skapi opnuðust tækifæri fyrir Pólverja að velja Ísland sem áfangastað, en vegna aukins frjálsræðis stóðu þeir í vaxandi mæli í búferlaflutningum. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í umfang pólskra innflytjenda á Íslandi og þætti sem hafa áhrif á aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og vinnumarkaði. Á grundvelli heimildarýni var sérstök áhersla lögð á að skoða ástæður þess að innflytjendur yfirgefa heimaland sitt, heildaraðlögun þeirra og mikilvægustu þætti í aðlögunarferlinu. Í rannsókninni var annars vegar stuðst við opinber gagnasöfn um erlent vinnuafl á Íslandi og helstu löndum þar sem brottfluttir Pólverjar eru búsettir. Hins vegar var framkvæmd könnun meðal 405 pólskra starfsmanna á Íslandi árið 2010 og fengust 230 svör. Niðurstöðurnar sýndu að færni í íslensku höfðu mest forspárgildi um menningaraðlögun pólskra innflytjenda og eini þátturinn sem sýndi marktæk áhrif á samskiptaaðlögun og mest áhrif á heildaraðlögun. Auk þess hafði áætluð dvöl á Íslandi forspárgildi á starfsaðlögun, lífskjaraaðlögun og heildaraðlögun, en ekki á samskiptaaðlögun. Kyn hafði áhrif á starfaðlögun og lífskjaraaðlögun, en konur náðu betri árangri í báðum tilvikum. Loks höfðu mánaðarlaun forsagnargildi um starfsaðlögun.

Highlights

  • In the beginning of this century, the demographic composition of Iceland’s inhabitants changed to a significant extent as a result of growing immigration, especially from Poland

  • After investigating three types of adaptation; that is, to the workplace, to living conditions and to overall circumstances, the results show that plans for continued settlement in Iceland were of major importance, but did not have an impact on communication adaptation

  • Skills in the local language appeared to have the highest predictive value regarding the immigrants’ overall adaptability to a new culture and the only factor that had a significant impact on communication adaptation

Read more

Summary

Inngangur

Fólksflutningar eru ævagamalt fyrirbæri; fólk hefur flutt búferlum frá einu landi til annars frá ómunatíð. Með auknum fjölda innflytjenda verður þörfin fyrir þekkingu á aðgerðum sem stuðla að árangursríkri aðlögun þeirra stöðugt mikilvægari. Kristjánsdóttir og Þóra Christiansen (2016) rannsökuðu samningsstöðu háskólamenntaðra innflytjenda við vinnuveitendur og komust að því að hún væri veik, aðallega vegna skorts á færni í íslensku, en auk þess var það álitið smánarblettur að vera útlendingur og það kæmi í veg fyrir að innflytjendurnir gætu orðið fullgildir meðlimir í tengslanetinu. Markmið þessarar rannsóknir er að varpa ljósi á þætti sem hafa áhrif á menningaraðlögun pólskra innflytjenda á Íslandi, sem og að greina ástæður þess að þeir ákveða að yfirgefa heimaland sitt og þætti sem hafa áhrif á að Ísland varð fyrir valinu. Í ljósi þess að stærstur hluti innflytjenda á Íslandi eru Pólverjar var ákveðið að beina rannsókninni sérstaklega að þeim hópi. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við er, hverjir eru helstu áhrifaþættir fyrir árangursríkri aðlögun pólskra innflytjenda á Íslandi að vinnumarkaði og nýju umhverfi?

Innflytjendur á Íslandi
Áhrifaþættir innflytjenda
Menningaraðlögun
Þættir sem hafa áhrif á menningaraðlögun
Samskiptahæfni
Bakgrunnur og persónueinkenni
Tengsl áhrifaþátta og menningaraðlögunar
Aðferðafræði
Könnunin
Niðurstöður úr könnuninni
62 Tímarit um við0skipti og efnahagsmál
Umræða
Findings
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call