Abstract

Kosningaréttur er grundvallarréttur þegna í lýðræðisríkjum og þátttaka í kosningum álitin ein af mikilvægustu athöfnum borgaranna. Þó að þessi réttindi skuli tryggð öllum þegnum sýna alþjóðlegar rannsóknir að fatlað fólk er víða útilokað frá þátttöku í kosningum. Fatlað fólk er síður líklegt til að kjósa en ófatlað fólk og mætir iðulega ýmsum hindrunum ef það reynir að taka þátt í kosningum. Þessi grein fjallar um kosningaþátttöku fatlaðs fólks með hliðsjón af niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna. Í upphafi eru raktar helstu hindranir í vegi kosningaþátttöku fatlaðs fólks og leitast við að svara hvaða áhrif þessar hindranir hafi, ekki aðeins fyrir fatlaða borgara, heldur jafnframt hvað það þýði fyrir heilbrigði lýðræðis og lýðræðislegra stofnana þegar hluti þegnanna mætir alvarlegum hindrunum varðandi borgaraleg grundvallarréttindi. Íslenskar rannsóknir á þessu sviði eru ekki fyrir hendi og engin skipuleg tölfræðileg gögn eru til varðandi þátttöku fatlaðs fólks í kosningum eða stjórnmálum hér á landi. Byggt á gögnum sem aflað var hjá tveimur fjölmennustu heildarsamtökum fatlaðs fólks hér á landi er rýnt í reynslu, aðstæður og möguleika fatlaðs fólks til þátttöku í kosningum á Íslandi, lagasetningar þar að lútandi og skyldur ríkisins til að stuðla að og tryggja þátttöku fatlaðs fólks í stjórnmálum og opinberu lífi, ekki síst í ljósi þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur verið fullgiltur hér á landi.

Highlights

  • Í lýðræðisríkjum er þátttaka í kosningum grundvallarréttindi þegnanna sem kjósa til landsþings og sveitarstjórna og, ef um ESB-þegna er að ræða, kjósa þeir líka til fjölþjóðaþings (FRA, European Union Agency for Fundamental Rights 20101; Guldvik, Askheim & Johansen 2013; Priestley o.fl. 2016; Waddington 2013)

  • These rights are guaranteed to all citizens, international research shows that disabled people are widely excluded from participation in elections

  • Disabled people are less likely to vote than non-disabled people and often encounter various obstacles when they try to participate in elections

Read more

Summary

Kosningaþátttaka fatlaðs fólks

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að víða skortir mikið á að fatlað fólk geti tekið þátt í kosningum og öðru stjórnmálastarfi. Þá bendir IFES (2014) á að oft velji kjörstjórnir kjörstaði sem eru óaðgengilegir og að starfsmenn á kjörstað fái ekki þjálfun varðandi aðgengi eða kosningaþátttöku fatlaðs fólks, t.d. rétt þess til aðstoðar þar sem slíkur réttur er fyrir hendi. Sama rannsókn sýndi jafnframt að meðal annarra þátta sem útilokaði fólk með þroskahömlun frá stjórnmálaþátttöku er að kosningabæklingar og annað efni var ekki til á auðlesnu máli, kjörstaðir voru óaðgengilegir og erfitt var að fá að kjósa því að illa upplýst eða fordómafullt starfsfólk á kjörstöðum vísaði fólki frá (Agran, MacLean & Andren 2015). 2.3 Eftir kosningar Að loknum kosningum er mikilvægt að niðurstöður þeirra séu birtar á aðgengilegu formi en IFES (2014) bendir á að fjölmiðlar séu víða á óaðgengilegu formi fyrir suma hópa fatlaðs fólks, sem veldur því að þessir hópar fatlaðra kjósenda eru stundum síðastir til að fá upplýsingar um niðurstöður kosninga. Loks bendir IFES (2014) á að fræðsla um borgaraleg réttindi sem fram fer innan og utan skólakerfisins fjallar sjaldnast um réttindi fatlaðs fólks og almennar upplýsingar um borgaraleg réttindi eru ekki á aðgengilegu formi

Valdefling eða valdskerðing til kosningaþátttöku
Fatlað fólk og kosningar á Íslandi
Ábendingar og tillögur alþjóðastofnana
Niðurlag
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call