Abstract

Bókmenntakennsla í anda mannkostamenntunar byggist mjög á því að fjalla um dygðirnar í textanum. Þegar tilraun var gerð með að kenna Laxdæla sögu með þessu móti þurfti að taka saman dygðirnar í sögunni. Í þessari grein er að finna ítarlega greiningu á dygðum í Laxdælu. Beitt var tveimur aðferðum við að leita að dygðunum. Fyrri aðferðin fólst í að skoða þau dygðaorð sem koma fyrir í sögunni. Þannig má fá nokkuð heilsteypta mynd af þeim dygðum sem höfundur Laxdælu nefnir sjálfur. Til að fá breiðari mynd af dygðunum í sögunni og jafnframt dýpri mynd af þeim aðstæðum þar sem dygðir koma fyrir var beitt annarri aðferð. Þar var notaður listi yfir dygðir frá Jubilee-miðstöðinni á Englandi og skoðað hvað af þeim mætti finna í sögunni. Í báðum tilfellum voru sams konar dæmi tekin saman til að gefa sem besta mynd af notkun orða og tilvist dygða í Laxdælu. Greiningin er rökstuðningur fyrir tilvist dygða í sögunni, getur nýst þeim sem vilja kenna Laxdælu út frá dygðum og loks varpar hún fræðilegu ljósi á þær dygðir sem finna má í sögunni.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call