Abstract

Samsetning foreldrahópa með tilliti til efnahags, uppruna og menntunar hefur afgerandi áhrif á hvert skólasamfélag. Í þessari rannsókn er stéttaaðgreining milli skólahverfa skoðuð með fræðilegum hætti í íslensku borgarsamfélagi. Byggt er á auðshugtökum Bourdieu við öflun og greiningu á sérvinnslugögnum um foreldra grunnskólabarna frá Hagstofu Íslands 1997–2016. Farin var sú leið að skoða sérstaklega dreifingu foreldra sem hafa mestan efnahags- og menntunarauð og hafa fjölskyldutengsl til Íslands, því þau eru líklegust til að hafa raunverulegt val og táknrænan auð til að móta hugmyndir um gæði skóla og hverfa. Hér er dregin fram landfræðileg aðgreining milli efnahagsauðs- og menningarauðsstéttar í íslensku borgarsamfélagi. Erlendur uppruni, menntunar- og efnahagsauður hafa almennt vaxið meðal foreldra grunnskólabarna á þessu 20 ára tímabili en dreifingin á skólahverfin er skautuð. Annars vegar hefur auðurinn í auknum mæli safnast í tiltekin fimm hverfi af 42 og hins vegar horfið brott frá þremur svæðum þar sem meirihluti foreldra býr við krefjandi félags- og efnahagslegar aðstæður og hefur engin fjölskyldutengsl á Íslandi.1 Hins vegar hafa þau þrjú hverfi sem eru með hæst hlutfall eigna- og hátekjufólks2 haldið nánast óbreyttri stöðu varðandi hlutfall foreldra af íslenskum uppruna.

Highlights

  • Félagsleg kortlagning landsvæða er mikilvægur liður í að skilja stéttbundna aðgreiningu milli svæða og þar með talið skólahverfa

  • It is well established that parental income, wealth, and education substantially affects school districts

  • We examine differences between school districts in the capital region of Iceland among parents having children in compulsory schools

Read more

Summary

Kenningar og aðferðir

Kenningagrunnur þessarar greinar er fenginn úr smiðju Pierre Bourdieu. Hér gefst ekki rúm til að fara ítarlega í kenningar hans heldur verður látið nægja að tæpa á lykilhugtökum og afmarka þau við það sem sérvinnsla Hagstofunnar var byggð á og við túlkun niðurstaðna. Hérlendis getur búseta einnig þjónað þeim tilgangi að styrkja kynslóðabundinn stéttamun með því að treysta böndin á milli stórfjölskyldna sem búa við efnahags- og menningarlegan auð (Auður Magndís Auðardóttir & Berglind Rós Magnúsdóttir 2020). Til að greina milli háskólamenntaðra foreldra með svipað menntunarstig en ákveðin andstæðuvensl varðandi gildi háskólagráðunnar á menningar- og efnahagsvettvangi var skilgreint menntunarsvið sem afmarkaðist við prófgráðu frá háskóla í listgreinum, hugvísindum og óhlutbundnum félagsvísindum (t.d. mannfræði). Þar sem margar rannsóknir sýna tengsl aukins fjölda innflytjenda í hverfum við minnkandi áhuga hinna ráðandi stétta á að búa í þeim hverfum (Rangvid 2010) þótti okkur mikilvægt að skoða einnig dreifingu fjölskyldna út frá fjölskyldutengslum þeirra við Ísland og skoða í samhengi við samþjöppun efnahags- og menntunarauðs. Fjölskyldutengsl við Ísland eru mæld með því að skoða fæðingarland foreldra grunnskólabarna og foreldra þeirra (næstu kynslóðar fyrir ofan). Manneskja er álitin hafa fjölskyldutengsl við Ísland ef hún er fædd á Íslandi eða ef a.m.k. annað foreldri hennar er fætt á Íslandi

Niðurstöður
Samantekt og umræða
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.