Abstract

Í þessari grein er rýnt í ávöxtun samtryggingardeilda íslenskra lífeyrissjóða tímabilið 1993-2017, samtals 25 ár. Greint er frá forsögunni og skrifum annarra í kafla 1, í kafla 2 er aðferðafræði lýst, í kafla 3 birtast helstu tölulegar niðurstöður, í kafla 4 er frekari greining. Tímabilið sem skoðað er ræðst af því að gögn sem FME hefur gert aðgengileg um einstaka sjóði ná ekki lengra aftur í tímann. Takmörkuð gögn liggja fyrir um ávöxtun fyrstu fjögurra ára þessa tímabils og er því einkum horft til áranna 1997 til 2017 þótt birt sé ávöxtun fyrir hluta sjóðanna allt aftur til 1993 og jafnframt séu nokkur styttri tímabil sem hefjast eftir 1997 skoðuð. Í ljós kemur að ávöxtun lífeyrissjóða sem heildar hefur verið nokkuð viðunandi þetta tímabil, sérstaklega í ljósi hruns fjármálamarkaða, og í takti við það sem vænta mátti í ljósi þess hvaða eignaflokka sjóðirnir kaupa einkum og hver ávöxtun þeirra hefur verið. Meðalraunávöxtun sjóðanna var 3,73% á ári. Áhættuálag sjóðanna hefur þó verið ekkert þ.e. þeir hafa tekið verulega áhættu en endað þegar upp er staðið með ávöxtun sem samsvarar nokkurn veginn áhættulausum vöxtum. Þó er verulegur munur milli sjóða. Hann mun hafa áhrif á getu þeirra til að greiða lífeyri. Jafnframt er verulegur munur á þeim hópum sem greiða í hvern sjóð. Það mun einnig hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur þeirra. Því býr lífeyriskerfið til töluverða óvissu um lífskjör lífeyrisþega eftir sjóðum. Hægt væri að gera breytingar á kerfinu sem myndu draga úr áhættu við það frá sjónarhóli einstakra launþega.

Highlights

  • This article analyzes the return on investments by mutual insurance pension funds in Iceland in the period 1993-2017

  • The average annual real return was 3,73%. Their overall return is quite similar to the risk-free return over the period so they have not benefitted from any risk premium, despite investing to a degree in risky assets

  • The system generates substantial risk for future pensioners, leading to differences in the standard of living that they will be able to afford depending on which fund they have paid into

Read more

Summary

Íslenska lífeyriskerfið

Upphaf íslenska lífeyrissjóðakerfisins er almennt rakið til ársins 1969 þótt starfstengdir lífeyrissjóðir hafi verið starfræktir hér á landi allt frá árinu 1921. Undir lok tíunda áratugarins urðu einnig miklar breytingar á lífeyrissjóðum starfsmanna hins opinbera, m.a. var LSR skipt í tvær deildir, A og B, í ársbyrjun 1997 með lögum nr. Því var lokað fyrir nýjum starfsmönnum árið 1997 og þeim í þess stað beint í kerfi þar sem iðgjöld eru umreiknuð í stig. Voru erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða eftir það og lagabreytingar 1997 eingöngu takmarkaðar af ákvæðum 36. Árið 1997 voru erlendar eignir sjóðanna enn mjög takmarkaðar þótt þeir hafi verið farnir að fjárfesta erlendis af miklum krafti. Jafnframt varð á endanum að afskrifa nokkuð af sjóðfélagalánum, þótt almennt hafi lánasöfn lífeyrissjóðanna reynst mun öruggari en annarra sem einnig höfðu veitt fasteignalán í bólunni. Það vóg nokkuð á móti verðhruni innlendra eigna lífeyrissjóðanna, þótt þeir hafi að nokkru marki verið búnir að verja erlenda eignasafnið fyrir gengissveiflum með samningum við fjármálastofnanir. Fjölmargar breytingar voru jafnframt gerðar á lagaumhverfi sjóðanna, m.a. var fjárfestingarheimildum þeirra breytt ítrekað

Skrif annarra
Útreikningur á ávöxtun
Áhrif ríkisins og samtryggingar á ávöxtun
Ávöxtun einstakra tímabila
60 Tímarit um viðskipti og efnahagGsymlfiáMl agnússon
Ávöxtun og áhætta
72 Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Samkvæmni
Áhættudreifing sjóðfélaga
Lokaorð
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call