Abstract

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mat foreldra á gæðum leikskólastarfs í samhengi við menningarbundin viðhorf sem birtast í opinberri stefnu leikskóla. Jafnframt að skoða hvort marka mætti breytingar á viðhorfum foreldra á einum áratug. Einstaklings- og hópaviðtöl voru tekin við foreldra barna sem voru að ljúka leikskólagöngu sinni í þremur leikskólum í Reykjavík. Tíu árum áður höfðu sambærileg viðtöl verið tekin við foreldra í þeim sömu leikskólum. Viðhorf og gildi foreldranna eins og þau birtust í umræðum og frásögnum þeirra voru skoðuð í félags- og menningarlegu samhengi (Rogoff, 2003). Niðurstöðurnar sýna að viðhorf foreldranna til gæða leikskólastarfs eru í samræmi við opinbera stefnu leikskóla hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Þeir lögðu fyrst og fremst áherslu á að börnin lærðu samskipti og félagslega hæfni í leikskólanum. Leikur, óformlegt nám, umhyggja og persónuleg hæfni voru þeir þættir sem foreldrarnir töldu mikilvæga. Hugmyndafræði norrænnar leikskólahefðar hefur átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum og hefur sums staðar mátt víkja fyrir bóknámsreki og áherslum á mælanlegan árangur. Þau sjónarmið virtust ekki hafa haft áhrif á viðhorf foreldranna.

Highlights

  • Hvað felst í góðri menntun fyrir leikskólabörn? Hvað er gæðaleikskólastarf? Hverjir eiga að meta það? Þar sem gæði er afstætt hugtak sem hver og einn lítur sínum augum á, þá velta svörin við þessum spurningum að miklu leyti á viðhorfum og gildum fólks og því sjónarhorni sem horft er frá (Pence og Moss, 1994)

  • This study examines parents’ narratives and values in their social and cultural contexts

  • The findings showed that parents’ views towards the pedagogy of the preschool were in harmony with the Nordic social-pedagogical model and the preschool policies of the Nordic countries

Read more

Summary

Jóhanna Einarsdóttir

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mat foreldra á gæðum leikskólastarfs í samhengi við menningarbundin viðhorf sem birtast í opinberri stefnu leikskóla. Outside-inside perspective) þar sem tekið er mið af sjónarhorni foreldranna. Á síðustu árum hefur rannsóknum sem beina sjónum að viðhorfum barna til leikskólastarfs jafnframt vaxið fiskur um hrygg Í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar eru gæði í leikskólastarfi hins vegar skoðuð út frá sjónarhorni foreldra barna sem voru að ljúka leikskóladvöl sinni í Reykjavík. Hún hefur sýnt fram á að einstaklingar þroskast þegar þeir taka þátt í menningarbundnum athöfnum og telur að það hafi litla þýðingu að túlka athafnir og viðhorf fólks án tengingar við umhverfi og menningu. Þess vegna eru frásagnir foreldra, viðhorf þeirra og gildi skoðaðar í félagslegu og menningarlegu samhengi og mátaðar við þau sjónarmið og hugmyndafræði sem birtist í opinberri stefnumótun leikskóla og norrænni leikskólafræðistefnu

Gæði og norrænt leikskólastarf
Breytt landslag
Félagsleg hæfni
Persónuleg hæfni
Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.