Abstract

Gott starfsumhverfi stuðlar að aukinni vellíðan á vinnustað og góðum starfsanda. Vellíðan í vinnu tengist upplifun starfsfólks á því að starf þeirra sé mikilvægt og gefandi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða helgun í starfi, starfsánægju og löngun til að hætta í starfi meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga. Settar voru fram fimm rannsóknarspurningar: (1) Hvað mælist helgun há meðal starfsfólksins? (2) Hvað mælist starfsánægja mikil meðal starfsfólksins? (3) Hversu hátt hlutfall starfsfólksins hugsar um að hætta í núverandi starfi? (4) Hvernig tengjast helgun í starfi, starfsánægja og löngun til að hætta í starfi? (5) Er starfsánægja og löngun til að hætta í starfi frábrugðin eftir því hvort starfsfólk sé helgað í starfi, ekki helgað eða andsnúið í starfi? Rannsóknin byggir á rafrænni spurningalistakönnun sem lögð var fyrir starfsfólk 17 sveitarfélaga á haustdögum 2015. Það voru 8.942 manns sem fengu spurningalistann sendan í tölvupósti og eftir tvær ítrekanir höfðu 5458 þeirra svarað spurningalistanum (svarhlutfall 61%). Niðurstöðurnar sýna að helgun í starfi mældist 3,7 af 5,0 mögulegum og túlka má niðurstöður helgunar þannig að tæplega þriðjungur starfsfólksins var helgað í starfi, 63% var ekki helgað og 5% starfsfólksins var andsnúið. Starfsánægja mældist 4,1 og rúmur fjórðungur starfsfólksins var mjög eða frekar sammála því að hugsa oft um að hætta í núverandi starfi. Niðurstöðurnar sýna jafnframt jákvæð sterk tengsl milli helgunar í starfi og starfsánægju og jákvæð miðlungs sterk tengsl milli helgunar og löngunar til að hætta í starfi. Þetta þýðir að eftir því sem starfsfólk var meira helgað því meiri ánægju hafði það af starfinu og löngun til að hætta í starfi var minni. Ljóst er á þessum niðurstöðum að almennt séð þá líður starfsfólki sveitarfélaganna ekki nægilega vel á vinnustaðnum. Niðurstöðurnar gefa þó góðar vísbendingar um hvaða þætti stjórnendur þurfa að taka til athugunar til að bæta starfsaðstæður og starfsumhverfið starfsfólkinu til heilla.

Highlights

  • A good working environment contributes to increased well-being in the workplace and a good working spirit

  • The results show a strong positive relationship between work engagement and job satisfaction and a medium positive strong relationship between work engagement and intention to leave the job

  • It is of great importance to the municipal employees that their working environment is such that it contributes to increased well-being in the workplace and that their experience is that their work is important and rewarding

Read more

Summary

Inngangur

Gott starfsumhverfi stuðlar að aukinni vellíðan á vinnustað og góðum starfsanda. Vellíðan í vinnu tengist upplifun starfsfólks á því að starf þeirra sé mikilvægt og gefandi, vinnustaðnum sé vel stýrt og vinnuskipulag gott (Utriainen og Kyngäs, 2011). Vellíðan á vinnustað – helgun, starfsánægja og löngun til að hætta í starfi | 39. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða helgun í starfi meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga í tengslum við starfsánægju og löngunar til að hætta í starfi. Kahn (1990) yfirfærði þessa kenningu á starfsfólk og vinnu þess en samkvæmt honum þá annað hvort tengist starfsfólk starfi sínu eða aftengist því á meðan það vinnur starfið. Þó ýmsar rannsóknir hafa skoðað helgun í starfi, starfsánægju og löngun til að hætta í starfi þá hafa engar rannsóknir verið birtar á þessum þáttum meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga svo vitað sé. Það er því áhugavert að skoða hversu helgað starfsfólk íslenskra sveitarfélaga er og hvernig helgun í starfi tengist starfsánægju og löngunar til að hætta í starfi. Settar voru fram eftirfarandi fimm rannsóknarspurningar: (1) Hvað mælist helgun há meðal starfsfólksins? (2) Hvað mælist starfsánægja mikil meðal starfsfólksins? (3) Hversu hátt hlutfall starfsfólksins hugsar um að hætta í núverandi starfi? (4) Hvernig tengjast helgun í starfi, starfsánægja og löngun til að hætta í starfi? (5) Er starfsánægja og löngun til að hætta í starfi frábrugðin eftir því hvort starfsfólk sé helgað í starfi, ekki helgað eða andsnúið í starfi?

Gögn og aðferðir
Framkvæmd
Þátttakendur
Mælitæki
Gagnagreining
Niðurstöður
Helgun í starfi
Findings
Umræður og ályktun
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.