Abstract

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu foreldra fatlaðra barna af þjónustunni sem þeir og börn þeirra njóta hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, og að greina þætti sem tengjast ánægju foreldra með þjónustuna. Notað var blandað skýringarsnið. Í upphafi var gögnum safnað með matslistanum Mat foreldra á þjónustu sem sendur var til foreldra 115 fatlaðra barna, svarhlutfall var um 50%. Lýsandi tölfræði, marktektarprófum og fylgnistuðlum var beitt við gagnagreiningu. Því næst tóku 14 foreldrar fatlaðra barna þátt í umræðum rýnihópa til að dýpka og túlka megindlegu niðurstöðurnar frekar. Greining gagna leiddi í ljós að foreldrar, sér í lagi foreldrar yngri barna, telja að þjónusta Fjölskyldudeildarinnar samræmist hugmyndum um fjölskyldumiðaða þjónustu. Foreldrar upplifa jákvætt og styðjandi viðmót, gott aðgengi að starfsfólki og mikilvægan stuðning frá því. Einnig að þjónustan sé sveigjanleg og skjótt brugðist við úrlausnarefnum. Hins vegar skortir töluvert á upplýsingagjöf og skilgreina þarf betur hlutverk og verksvið deildarinnar. Foreldrar barna, sem þurfa töluverða eða alltaf fulla aðstoð við daglegar athafnir, voru ánægðari með þjónustuna en foreldrar barna sem eru alveg eða að mestu sjálfbjarga. Foreldrar barna með einhverfu voru óánægðari en foreldrar barna með skerðingu af öðrum toga. Þátttaka foreldra í ákvarðanatöku og jákvæð upplifun af framkomu fagfólks hafði forspárgildi um ánægju þeirra með þjónustuna. Leita þarf leiða til að stuðla að aukinni þátttöku foreldra í ákvarðanatöku og auka upplýsingagjöf enda getur skortur á upplýsingum valdið óöryggi og vakið þá tilfinningu að þjónustan sé tilviljanakennd. Sér í lagi þarf að huga að fjölskyldum barna á efri stigum grunnskóla.

Highlights

  • Snæfríður Þóra Egilson Sara Stefánsdóttir að nálgast úrræði, afla sér upplýsinga um þjónustu og takast á við flóknar umsóknir

  • The purpose of this study was to examine how parents of disabled children experience the services which they and their children receive from the family-service unit at the municipality of Akureyri, and to analyse factors relating to parents’ satisfaction with the services

  • The Measure of Processes of Care questionnaire was sent to parents of 115 disabled children, answering ratio was about 50%

Read more

Summary

Þróun hugmyndafræði í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra

Frá sjónarhorni vandamála til heildrænni nálgunar Heilbrigðisvísindi, stjórnsýslufræði og sálfræði lögðu lengi vel áherslu á það álag sem fötluðum börnum fylgdi. Aukin áhersla á þverfaglega nálgun í velferðarþjónustu hefur einnig stuðlað að því að litið er á fjölskyldur fatlaðra barna með heildrænni hætti en áður (Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson 2011; King, Teplicky, King og Rosenbaum 2004). Ánægja og aðgengi að þjónustu Tøssebro og Wendelborg (í prentun) lýsa því að gagnrýni foreldra fatlaðra barna á þjónustuna sem í boði er tengist ekki alltaf framboði hennar eða gæðum. Í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands (2014) um flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga kemur t.d. fram að foreldrar yngri barna eru almennt ánægðari en foreldrar eldri barna með þá þjónustu sem fjölskyldan fær. Dóra bendir á þá þróun sem orðið hefur frá því að fötlun var nánast einkamál fjölskyldunnar til þess að vera jafnframt almennt viðfangsefni, mannréttindamál á ábyrgð ríkis, sveitarfélaga, einstakra stofnana og samfélagsins í heild. Jafnframt þurfi kerfið að koma til móts við breytileika meðal foreldra og tryggja að þeir hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem þeir geti nálgast þegar þeim hentar

Íslenska þjónustuumhverfið
Aðferð og framkvæmd
Niðurstöður
Umræða
Findings
Niðurlag
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.