Abstract
Í greininni eru könnuð viðhorf framhaldsskólakennara til viðfangsefna er lúta að gagnrýninni og skapandi hugsun í upprifjunaráföngum í stærðfræði. Byggt er á viðtalsrannsókn þar sem fimm kennarar úr þremur framhaldsskólum tóku þátt. Tekin voru viðtöl bæði áður en og eftir að kennararnir lögðu verkefni fyrir nemendur í upprifjunaráföngum, þar sem beita þurfti gagnrýninni og skapandi hugsun við lausnaleit. Kennsluáætlanir áfanga voru einnig greindar. Niðurstöðurnar benda til þess að viðhorf kennaranna til slíkra viðfangsefna séu almennt jákvæð. Tillögur komu fram um það hvernig slíkt efni mætti tvinna við annars konar verkefni en skiptar skoðanir voru um sýnidæmi og lausnir í stærðfræðinámi. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lögð áhersla á að nemendur öðlist hæfni í stærðfræðilegri hugsun og röksemdafærslu. Vísbendingar eru um að skortur sé á viðfangsefnum í stærðfræðinámsefni fyrir nemendur í upprifjunaráföngum framhaldsskóla sem reyna á þá hæfni.
Highlights
21st century society requires citizens rich in creativity and resourcefulness, as opposed to ability to handle mechanical procedures
Í þessari rannsókn var athyglinni helst beint að eðli viðfangsefnanna og hlutverki kennarans
Aðeins er sagt til um hvernig viðfangsefni birtast í námsefni og hvernig þau eru sett fram af kennurum en ekki er tekið tillit til þess hvernig þau eru túlkuð af nemendum (Stein og Smith, 1998)
Summary
Hér er fjallað um stöðu stærðfræðináms í framhaldsskólum á Íslandi og kenningar um hugmyndir kennara og nemenda um stærðfræðinám. Leiðarvísir fyrir greiningu stærðfræðilegra viðfangsefna er útskýrður, fjallað um stærðfræðiskilning og hvernig nemendur byggja upp hæfni í stærðfræðilegri hugsun
Published Version (Free)
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.