Abstract

Alþjóðlegar reglur og venjur um framkvæmd afleiðusamninga hafa í gegnum tíð- ina mótast af dómafordæmum. Saga afleiðusamninga á Íslandi er stutt og framan af komu ekki mörg deilumál til kasta dómstóla. Þetta breyttist í kjölfar banka- hrunsins árið 2008 þegar fjölmörg ágreiningsefni vegna afleiðusamninga rötuðu fyrir dómstóla. Í greininni er farið yfir helstu dóma, sem fjalla um uppgjör afleiðu- samninga, með það að markmiði að draga fram þær reglur og leiðbeiningar sem íslenskir dómstólar hafa gefið um uppgjör slíkra samninga undanfarin ár. Reifaðar eru niðurstöður 35 hæstaréttardóma. Ágreiningsefnum aðila er skipt í sjö flokka: (1) heimildir til afleiðuviðskipta, (2) gengisviðmiðun gjaldmiðlasamninga, (3) reiknireglur við uppgjör, (4) forsendu- brestur, (5) skuldajöfnun, (6) viðbrögð bankanna við yfirtöku Fjármálaeftirlitsins og (7) áhrif af yfirtöku Fjármálaeftirlitsins. Meðal helstu niðurstaðna er að öllum er heimilt samkvæmt lögum að gera af- leiðusamninga og framvirkir samningar um hlutabréf teljast ekki flóknir fjármála- gerningar. Miða skal við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands í uppgjöri gjald- miðlasamninga ef annað viðmið er ekki sérstaklega tiltekið og samningur, sem verður til við framlengingu á eldri samningi, telst nýr sjálfstæður samningur. Fjallað er um áhrif yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bönkunum á stöðu afleiðu- samninga og viðbrögð bankanna við yfirtökunni gagnvart viðskiptavinum með opna afleiðusamninga. Viðbrögðin voru mismunandi en Landsbanki Íslands og Glitnir ákváðu að senda viðskiptavinum sínum tilkynningu varðandi lokun samn- inganna. Tilkynning Landsbanka Íslands þótti óljós og túlka þurfti þýðingu hennar út frá viðbrögðum hvers viðskiptavinar sem leiddi til mismunandi meðferðar ein- stakra viðskiptavina.

Highlights

  • Practices and regulation in international derivatives markets have historically been significantly influenced by legal precedents

  • The disputes are divided into seven categories: (1) permissions to engage in derivative transactions, (2) reference rate for foreign exchange, (3) calculation methods, (4) force majeure, (5) netting of payments, (6) reaction to the intervention of the Financial Supervisory Authority (FSA), and (7) impact of FSA intervention

  • Among some of the key findings is that everyone is entitled to engage in derivative contracts and that forward contracts on stocks are not considered a complex financial instrument

Read more

Summary

Inngangur

Þegar íslensku viðskiptabankarnir féllu haustið 2008 voru þeir aðilar að umfangsmiklum afleiðusamningum við viðskiptavini sína. Þessi markaður nær þurrkaðist út við fall bankanna árið 2008 en á undanförnum árum hefur afleiðusamningum aftur tekið að fjölga. Markaðurinn er þó enn langt frá því sem hann var á árunum fyrir hrun en í lok árs 2017 var nafnvirði afleiðusamninga íslensku bankanna um 850 milljarðar króna eða þriðjungur af vergri landsframleiðslu. Hæstiréttur hefur þegar fellt dóm í a.m.k. 35 málum tengdum afleiðuviðskiptum bankanna og því liggur fyrir niðurstaða um fjölmörg ágreiningsefni. Meginmarkmiðið með ritun þessarar greinar er að draga fram þær reglur og leiðbeiningar sem íslenskir dómstólar hafa gefið um uppgjör afleiðusamninga. Í ljósi mikillar fjölgunar afleiðusamninga á undanförnum árum er mikilvægt fyrir bæði banka og viðskiptavini þeirra að hafa í huga hvaða fordæmi Hæstiréttur hefur gefið varðandi gerð og uppgjör þeirra. Í þessari grein er farið yfir helstu ágreiningsefni aðila í þessum málum og niðurstöðu Hæstaréttar varðandi þau. Sem reifaðir eru í greininni, er að finna í kafla 10

Skilmálar afleiðusamninga á íslenskum markaði
Heimildir til afleiðuviðskipta
Helstu lagaákvæði
Dómar Hæstaréttar
Samantekt
Gengisviðmiðun gjaldmiðlasamninga
Helstu lagaákvæði og aðstæður á markaði
Reiknireglur við uppgjör
Forsendubrestur
Skuldajöfnun
Viðbrögð bankanna við yfirtöku FME
Áhrif af yfirtöku Fjármálaeftirlitsins
Niðurstöður og umræður
Helstu niðurstöður
Umræður
10 Skrá yfir hæstaréttardóma
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call