Abstract

Markmið greinarinnar er að bera saman umfang útvistunar á sviði mannauðsmála meðal fyrirtækja og stofnana í Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. Varpað er ljósi á umfang útvistunar á kjarnaverkefnum og umsýslu- og rekstrarverkefnum. Umfangið er borið saman milli landanna fjögurra og það greint á Norðurlöndum í heild eftir þremur meginatvinnugreinum. Gagna var aflað meðal forsvarsmanna mannauðsmála í alls 797 fyrirtækjum og stofnunum í löndunum fjórum. Niðurstöður sýna að norræn fyrirtæki og stofnanir útvista í meiri mæli rekstrar- og umsýsluverkefnum á sviði mannauðsmála en faglegum kjarnaverkefnum. Íslensk fyrirtæki útvista almennt í minni mæli en skipulagsheildir í samanburðarlöndunum. Algengast er að verkefnum er snúa að eftirlauna- og lífeyrissjóðsmálum sé útvistað, en breytilegt er á milli landa hvort útvistun launavinnslu eða útvistun upplýsingakerfa á sviði mannauðsmála komi þar á eftir í umfangi. Í fagtengdum kjarnaverkefnum er þjálfun og þróun helst útvistað í einhverjum mæli. Fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðis-, velferðar- og skólamálum og opinberri stjórnsýslu útvista í minni mæli en aðrar greinar. Útvistun launavinnslu er umfangsmest í Finnlandi og í þjónustugreinum þegar Norðurlöndin eru skoðuð í heild.

Highlights

  • The aim of the paper is to analyse and compare the scope of human resource outsourcing (HRO) in organizations in four Nordic countries, Denmark, Finland, Iceland and Sweden

  • 42 | Tímarit um viðskipti og efnahagsmál sectors, but payroll outsourcing is greatest in scope in the service sector, and in Finland in particular

  • Eða með öðrum orðum að markmiðið með útvistun sé að draga úr áhættu og gera fyrirtæki betur í stakk búin til þess að takast á við sveiflur á markaði (Kremic et al, 2006; Lacity et al, 2008; Quinn, 1999)

Read more

Summary

Inngangur

Mikil umræða hefur verið í mannauðsfræðum um mikilvægi þess að mannauðsstjórar og mannauðsdeildir minnki vægi rekstrar- og umsýsluverkefna á sínu sviði, m.a. til þess að geta orðið virtur stefnumarkandi viðskiptafélagi í stjórnun fyrirtækja (Ulrich & Brockbank, 2005). Tiltölulega lítið hefur verið fjallað um útvistun á sviði mannauðsmála hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Lítið virðist þó almennt vera um rannsóknir á Norðurlöndum á þessu sviði og ekki hefur verið leitast við að bera umfangið og tegund mannauðsverkefna sem er útvistað hér á landi, saman við umfang og framkvæmd á öðrum Norðurlöndum. Ekki hefur heldur verið markvisst leitast við að greina umfang og eðli útvistunar á sviði mannauðsmála sérstaklega í norrænu samhengi, né eftir atvinnugreinum. Markmiðið hér er því að varpa ljósi á umfang útvistunar á sviði mannauðsmála á Norðurlöndum, þ.e. í Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. Arney Einarsdóttir og Ingi Rúnar Eðvarðsson: Útvistun verkefna á sviði mannauðsmála á Norðurlöndum | 43

Stefnumarkandi staða og styrkur mannauðsstjórnunar
Útvistun og mannauðsmál
Framkvæmd og þátttakendur
Mælitæki og úrvinnsla
Niðurstöður
Tilfærslur og fækkun starfsfólks
Umræða
Findings
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call