Abstract

Í greininni er fjallað um þátttöku Íslendinga í sjálfboðastarfi. Rannsóknin sem byggir á gagnasafni Evrópsku lífsgildakönnunarinnar (EVS) frá 1990-2010 er sett í samhengi við alþjóðlega fræðilega umræðu um sjálfboðaliða og þátttöku í sjálfboðastörfum. Um þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum 2009-2010, örlítið færri en 1990, 75% voru í félögum og er það svipað hlutfall og 1990. Flestir vinna fyrir íþrótta- og tómstundafélög og félagsaðild í þeim er einnig mest. Því næst koma velferðarfélög en hlutfallslega mest hefur dregið úr sjálfboðastörfum á sviði velferðarmála. Karlar eru mun líklegri en konur til að sinna sjálfboðastörfum hjá íþrótta-og æskulýðsfélögum en í öðrum sjálfboðastörfum er ekki munur á kynjum. Algengara er að fólk eldra en 50 ára sinni sjálfboðastörfum en yngra fólk, sérstaklega fyrir velferðarfélög. Háskólamenntaðir eru líklegastir til að sinna sjálfboðastörfum. Staða á vinnumarkaði hefur áhrif hvort fólk vinnur sjálfboðastörf, sérstaklega meðal íþrótta-og æskulýðsfélaga. Gift fólk er í öllum tilvikum líklegra en aðrir hópar til að stunda sjálfboðastörf og þeir sem búa í dreifbýli eru einnig líklegri en þeir sem búa í þéttbýli til að sinna slíkum störfum. Niðurstöðurnar eru að meginstefnu sambærilegar niðurstöðum erlendra rannsókna og veita mikilvægar upplýsingar um þátttöku í sjálfboðastarfi á Íslandi og þróun hennar í alþjóðlegu samhengi.

Highlights

  • Áhugi fræðimanna á sjálfboðastarfi hefur farið vaxandi það sem af er öldinni sem endurspeglast m.a. í fjölda fræðigreina og bóka um viðfangsefnið

  • The results show that around a third of the Icelandic population aged 18 years and older was involved in some kind of unpaid voluntary work in 2009-2010, a little fewer than in 1990

  • Voluntary work for social welfare services was the second most frequent, that type of associations suffered the biggest decline in the number of volunteers between 1990 and 2009

Read more

Summary

Sjálfboðastörf og sjálfboðaliðar

Fræðimenn hafa með ýmsum hætti skilgreint hugtökin sjálfboðastarf og sjálfboðaliðar. Skv. Einnig hefur verið bent á að í þróaðri löndum Evrópu, þar sem menntunarstig er hærra, og hagsæld er meiri séu fleiri tækifæri til félagslegra tengsla og félagsaðildar og líkur á þátttöku í sjálfboðastörfum hærra (Hustinx, Handy og Cnaan, 2010; Musick og Wilson, 2008; Voicu og Voicu, 2009). Musick og Wilson (2008) hafa tekið saman þessi sjónarhorn á eftirfarandi hátt: Félagsleg staða í þjóðfélaginu getur skýrt hvers vegna sumir sækja í sjálfboðastörf en aðrir ekki og bjóða sig frekar fram til slíkra starfa en aðrir. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að þeir sem eru með meiri hæfni og menntun bjóða sig frekar fram til að takast á við sjálfboðastörf og eru eftirsóknarverðari í augum félagasamtaka til að sinna slíkum störfum vegna þekkingar sinnar og því oftar beðnir um það. Þetta hefur verið tengt við minni velferðarþjónustu í dreifbýli en í þéttbýli, en einnig að nánari tengsl og gagnkvæmni geti verið í smærri samfélögum

Aðferðir
Niðurstöður
Samantekt og umræður
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call