Abstract

Ein af meginniðurstöðum hagfræðinnar er að óheft alþjóðaviðskipti bæti nýtingu framleiðsluþátta og auki heimsframleiðslu. Með vísan til hennar hefur verið lögð á það nokkur áhersla í efnahagsskipulagi heimsins að gera milliríkjaviðskipti sem frjálsust. Frjáls milliríkjaviðskipti krefjast þess að þjóðir sem búa yfir verðmætum hráefnum svo sem jarðefnum, orkulindum eða fiskistofnum selji þessi hráefni hæstbjóðanda. Sá er oft staðsettur erlendis þar sem iðnvæðing er háþróuð og markaðir stórir. Heimaríkið verður því iðulega útflutningsland hráefna, en úrvinnsla þeirra fer fram erlendis. Í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á ýmsar hagrænar hliðar á útflutningi hráefna. Nánar tiltekið verður leitað svara við eftirtöldum spurningum: Er útflutningur hráefna til þess fallin að auka landsframleiðslu í útflutningslandinu? Sé svo munu þá allir hagnast? Mun útflutningslandið eflast á aðra mælikvarða, t.d. fólksfjölda? Eykur svona útflutningur heimsframleiðsluna? Niðurstöðurnar eru í megindráttum að óheft alþjóðaviðskipti leiði til þess að samanlögð landsframleiðsla útflutningslands og innflutningslands vaxi, en vera kunni að landsframleiðsla í útflutningslandi hráefna lækki og fólki fækki. Seljendur hráefnanna muni á hinn bóginn ávallt hagnast.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call