Abstract

Rannsóknir sýna að lestraráhugahvöt hefur áhrif á ýmsar hliðar lestrarfærni, svo sem umskráningu, lesskilning og orðaforða. Börn með litla lestraráhugahvöt lesa minna en jafnaldrar með meiri lestraráhuga og sterk tengsl eru á milli slakrar lestraráhugahvatar, lítils lestrar og lestrarerfiðleika. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig lestraráhugahvöt birtist í 5. og 6. bekk meðal íslenskra nemenda, hvernig hún breytist milli ára og mögulegan kynjamun þar á. Einnig að kanna hvort um tengsl milli lestraráhugahvatar og lesskilnings sé að ræða. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin þar sem hlutverk lestraráhugahvatar í lesskilningi meðal nemenda á miðstigi grunnskóla er rannsakað. Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með klasaúrtaki, 400 nemendur úr 24 bekkjum í átta skólum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi sem svöruðu spurningalista um lestraráhugahvöt í 5. og 6. bekk. Svör þeirra voru svo tengd við gengi þeirra í lesskilningsverkefnum í 6. bekk. Niðurstöður sýndu að lestraráhugi nemendanna var nokkuð stöðugur milli ára og stúlkurnar höfðu að meðaltali meiri lestraráhuga og forðuðust lestur síður en drengir. Þá spáði lestraráhugahvöt í 5. bekk fyrir um framfarir í lesskilningi í 6. bekk. Með auknum skilningi á mikilvægi lestraráhugahvatar í læsisþróun er hægt að þróa leiðir til að auka áhuga með það að markmiði að auka lesskilning.

Highlights

  • Lesskilningur byrjar að þróast að vissu marki strax í upphafi lestrarnáms, en þar sem örugg færni í umskráningu er mikilvæg forsenda lesskilnings (Hoover og Gough, 1990) er hann oftast ekki áhersluatriði í kennslu fyrr en upp úr öðrum bekk (Perfetti o.fl., 2005)

  • Markmið þessarar rannsóknar er að leitast við að bæta úr því og kanna hvort tengsl eru milli þessara mikilvægu þátta í lestrarnámi barna

  • Lokaítrekun var komið símleiðis til þeirra sem ekki höfðu tekið afstöðu, skömmu fyrir fyrirlögn, og samþykki fengið

Read more

Summary

TENGSL LESTRARÁHUGAHVATAR OG LESSKILNINGS NEMENDA Á MIÐSTIGI GRUNNSKÓLA

Rannsóknir sýna að lestraráhugahvöt hefur áhrif á ýmsar hliðar lestrarfærni, svo sem umskráningu, lesskilning og orðaforða. Hvort ferli um sig er nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda lesskilnings, en það þýðir að til þess að geta lesið og skilið texta þarf lesandinn bæði að umskrá orðin í textanum rétt og af öryggi og skilja orðin, setningarnar og heildina sem þau mynda. Lesskilningur byrjar að þróast að vissu marki strax í upphafi lestrarnáms, en þar sem örugg færni í umskráningu er mikilvæg forsenda lesskilnings (Hoover og Gough, 1990) er hann oftast ekki áhersluatriði í kennslu fyrr en upp úr öðrum bekk (Perfetti o.fl., 2005). Þótt ýmsar ástæður fyrir þessari þróun hafi verið nefndar benda rannsóknir ítrekað til þess að minnkandi lestraráhugahvöt og yndislestur meðal barna og unglinga tengist sterklega gengi nemenda í lesskilningi (Logan, Medford og Hughes, 2011; Taboada, Tonks, Wigfield og Guthrie, 2009). Með þessum auknu áherslum á lestur virðist lestraráhugahvötin minnka (Wigfield o.fl., 1997)

Tengsl lestraráhugahvatar og lesskilnings
Áhugahvöt og kynjamunur í lestri
Markmið rannsóknarinnar og rannsóknarspurningar
Mjög góður
Lestraráhugi Lestrarleikni Lestrarsjálf Lestrarfælni Lestrarmagn
Birting lestraráhugahvatar og þróun hennar
Findings
Hagnýtt gildi niðurstaðna
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call