Abstract
Í þessari grein er kynnt rannsókn á skipulagi og stjórnunaraðferðum í íslenskum fyrirtækjum. Markmið hennar er í fyrsta lagi að skoða hvaða skipulagsform (skipurit) eru við lýði í íslenskum fyrirtækjum. Í öðru lagi er markmiðið að kanna hvaða stjórnunaraðferðir eru algengastar í íslenskum fyrirtækjum og í þriðja lagi er markmiðið að athuga hvort þau hafi boðið út verkefni og tekið upp formlegt samstarf við önnur fyrirtæki. Niðurstöður benda til þess að staðsetning fyrirtækja á landinu og sú starfsgrein sem fyrirtæki starfa í hafi óveruleg áhrif á stjórnunaraðferðir eða skipulag þeirra. Stærð fyrirtækja og menntun stjórnenda hafði hins vegar mjög mikil áhrif á marga þætti stjórnunar og skipulags, svo sem þegar stuðst var við samþykkt skipulag, liðsvinnu, samstarf fyrirtækja og útboð verkefna. Engin sjáanleg tengsl voru á milli stjórnunaraðferða og rekstrarárangurs. Helsta skýring þess er að mikill meirihluti fyrirtækja skilaði hagnaði árið 2003. Þörf er á frekari rannsóknum á stjórnunaraðferðum og skipulagi til að efla íslenskt atvinnulíf og tryggja varanlegan árangur fyrirtækja.
Highlights
This article introduces research into the organisation and management methods of Icelandic firms
Stjórnunaraðferðir eru mikilvægar fyrir rekstur og afkomu fyrirtækja
Þannig hafa rannsóknir og reynslan leitt í ljós að stjórnun hefur áhrif á starfsánægju, frammistöðu og framleiðni starfsfólks, liðsvinnu, starfsmannaveltu og rekstrarárangur fyrirtækja (Griffin, 2002; Buchanan og Huzcynski, 2004; Kreitner, 2004; Mullins, 2005)
Summary
Í þessari grein er kynnt rannsókn á skipulagi og stjórnunaraðferðum í íslenskum fyrirtækjum. Markmið hennar er í fyrsta lagi að kanna hvaða skipulagsform (skipurit) eru við lýði í íslenskum fyrirtækjum. Hér að neðan er gerð grein fyrir helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið í íslenskum fyrirtækjum um stjórnun og skipulag. Þær byggja niðurstöður sínar á rannsókn Hörpu Bjargar, en hún tók viðtöl við 10 stjórnendur í fyrirtækjum með 2‐100 starfsmenn. Það vekur einnig athygli að áhrif þáttarins stjórnun á starfsánægju er hverfandi hér á landi en sú var ekki raunin annars staðar á Norðurlöndum. Rannsóknin leiddi í ljós margháttaðar upplýsingar um mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum sem ekki er tök á að rekja hér (Ásta Björnsdóttir, Finnur Oddsson, Hafsteinn Bragason, Inga Jóna Jónsdóttir og Tómas Bjarnason, 2004). Rekstrarárangri fyrirtækjanna í könnuninni er lýst í sjöunda kafla og helstu niðurstöður eru kynntar í lok greinarinnar
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.