Abstract

Rannsóknir undanfarna þrjá áratugi á innleiðingu umbóta benda til þess að umbótaviðleitni ríkja sé mismunandi. Engilssaxnesk ríki voru áberandi við innleiðingu hugmyndafræði nýskipunar í opinberum rekstri á meðan ríki á meginlandi Evrópu voru mörg hver treg til þess og færðu sig frekar í átt til ný-weberisma. Fræðimenn hafa reynt að skýra þessa umbótaviðleitni og m.a. bent á pólitíska-, sögulega- og menningarlega þætti, gildi og efnahagsástand sem mögulegar skýribreytur. Í fyrri hluta greinarinnar eru settar fram tilgátur sem lúta að umbótaviðleitni ríkja og þær prófaðar. Það er gert með því að skoða innleiðingu ríkja á aðferðum tveggja umbótastefna, nýskipunar í opinberum rekstri og ný-webersku leiðarinnar. Umbótaviðleitni ríkja virðist annað hvort vera til staðar eða ekki. Fram kemur að valddreifing, skýr markmið stofnana og samráð við samfélag og sérfræðinga séu nátengd umbótaviðleitni ríkja. Þegar Ísland er skoðað kemur hins vegar í ljós að þótt valddreifing sé mikil í íslenska kerfinu sker það sig frá Evrópu og hinum Norðurlöndunum hvað það varðar að sjálfstæði stofnana er ekki tengt fjölbreyttri notkun stjórnunarverkfæra. Í seinni hluti greinarinnar er árangur af innleiðingu umbóta skoðaðar út frá kenningum um raunhæfa skynsemi, innleiðingu neðan frá og upp (bottom up) og samstöðuákvarðanatöku. Tilgátur er settar fram og prófaðar til að skýra hvað veldur því að umbætur skili árangri í sumu ríkjum og öðrum ekki. Fram kemur að ríki eru líklegri til að ná árangri ef raunhæfri skynsemi er beitt með vönduðum undirbúningi og þegar samráð er haft við almenning.

Highlights

  • Kerfisbundnar stjórnsýsluumbætur gegndu fram á níunda áratug tuttugustu aldarinnar fremur veigalitlu hlutverki í opinberri stefnumótun á Íslandi

  • Research on administrative reforms during the past thirty years indicates that reform efforts of countries differ

  • The Anglo Saxon states were at the forefront of the New Public Management movement while countries on mainland Europe were more hesitant and moved further towards the Neo-Weberian state

Read more

Summary

Stjórnsýsluumbætur og árangur þeirra

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Pétur Berg Matthíasson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, fjármálaog efnahagsráðuneytinu. Engilssaxnesk ríki voru áberandi við innleiðingu hugmyndafræði nýskipunar í opinberum rekstri á meðan ríki á meginlandi Evrópu voru mörg hver treg til þess og færðu sig frekar í átt til ný-weberisma. Í fyrri hluta greinarinnar eru settar fram tilgátur sem lúta að umbótaviðleitni ríkja og þær prófaðar. Skýr markmið stofnana og samráð við samfélag og sérfræðinga séu nátengd umbótaviðleitni ríkja. Þegar Ísland er skoðað kemur hins vegar í ljós að þótt valddreifing sé mikil í íslenska kerfinu sker það sig frá Evrópu og hinum Norðurlöndunum hvað það varðar að sjálfstæði stofnana er ekki tengt fjölbreyttri notkun stjórnunarverkfæra. Tilgátur er settar fram og prófaðar til að skýra hvað veldur því að umbætur skili árangri í sumu ríkjum og öðrum ekki. Fram kemur að ríki eru líklegri til að ná árangri ef raunhæfri skynsemi er beitt með vönduðum undirbúningi og þegar samráð er haft við almenning. Efnisorð: Umbótaviðleitni; nýskipan í ríkisrekstri; ný weberska leiðin/hefðin; Ísland

Íslenska stjórnsýslan
Rætur stjórnsýsluumbóta
Umhverfi þrýstingur
Umbótaviðleitni ríkja
Nýskipan í ríkisrekstri Stofnsetning sjálfstæðra stofnana eða rekstraraðila
Ísland í samanburðarljósi
Árangur umbóta
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call