Abstract
Alþjóðastofnanir á borð við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD), Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og Alþjóðabankann eru þekktar fyrir að standa að baki útbreiðslu hugmynda, gilda og stefnumála um heim allan. Á 10. áratugnum jókst áhugi fræðimanna á viðfangsefni sem kallað er hér stefnuyfirfærsla (e. policy transfer). Tilraunir fræðimanna fólust m.a. í því að setja ramma utan um nálgunina og skýra af hverju yfirfærsla á sér stað, við hvaða aðstæður, á hvaða stigi o.s.frv. Fátt hefur verið meira rannsakað innan stjórnsýslufræðanna undanfarna áratugi erlendis en viðfangsefnið hefur lítið borið á góma hér á landi. Þrátt fyrir mikinn áhuga á viðfangsefninu alþjóðlega hefur nálgunin verið gagnrýnd þar sem hún er m.a. talin vera of lýsandi og kenningarlega veik. Hafa ekki embættismenn og stjórnmálamenn stolið hugmyndum frá hvor öðrum í aldir? Í ár verður Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) 60 ára. Ísland er eitt af stofnaðildarríkjunum og því kominn tími til að rýna þetta langa samstarf sem íslensk stjórnsýsla hefur átt við OECD. Tilgangur þessarar greinar er að fjalla um starfsemi OECD og meta áhrif hennar á íslenska stefnumótun. Í fyrsta hluta greinarinnar er annars vegar fjallað um forvera OECD sem var Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC) og hvernig hún lagði grunninn að því hvernig OECD starfar í dag. Hins vegar er farið ítarlega yfir hlutverk og skipulag OECD og þær áskoranir sem stofnunin hefur staðið frammi fyrir á undanförnum áratugum. Í öðrum hluta er aðferðin stefnuyfirfærsla skoðuð nánar. Aðferðin er skilgreind auk þess sem fjallað er um helstu leikendur. Tilraun er gerð til að ramma inn helstu afbrigði stefnuyfirfærslna og rætt er um sjálfviljuga og þvingaða yfirfærslu. Að lokum er fjallað um þátttöku Íslands á vettvangi OECD. Til að meta að hvaða leyti íslensk stjórnvöld nýta sér afurðir OECD við stefnumótun hér á landi er stuðst við gögn úr árangurskönnunum stofnunarinnar.
Highlights
Þann 14. desember 1960 undirrituðu fulltrúar 16 Evrópulanda stofnsáttmála nýrrar stofnunar ásamt fulltrúum Bandaríkjanna og Kanada
It is timely to study the impact OECD has had on Icelandic public administration after 60 years of partnership
The first part of the article discusses the predecessor of the OECD, the Organisation for European Economic Co-operation (OEEC), and how it laid the foundations for how the OECD operates today
Summary
Þann 14. desember 1960 undirrituðu fulltrúar 16 Evrópulanda stofnsáttmála nýrrar stofnunar ásamt fulltrúum Bandaríkjanna og Kanada. Það sama má segja um OECD þó jafnan sé vísað til stofnunarinnar þegar fjallað er um nýskipan í opinberum rekstri en stofnunin var í forsvari fyrir þá stefnu um langt skeið. Þó rannsóknir OECD á NPM bendi til þess að árangur hafi náðst í þeirri viðleitni að gera stjórnsýslu skilvirkari, gagnsærri, árangursmiðaðri og sveigjanlegri með aukinni áherslu á þarfir borgaranna þá hafði aðferðin sætt vaxandi gagnrýni ekki síst vegna þess að margar af þeim breytingum sem gerðar voru í nafni NPM voru innleiddar án þess að gæta að því hvaða áhrif þær höfðu á gildi sem einkenna opinbera stjórnsýslu (Samhent stjórnsýsla 2010). Hlutfall af vergri landsframleiðslu mælt í kaupmáttarhlutfalli (PPP) hefur haldist nokkuð stöðugt síðastliðinn áratug og var í kringum 50% árið 2017.1 Þátttaka OECD á vettvangi G20 ríkja hefur aukist til muna fyrir tilstuðlan núverandi framkvæmdastjóra Angel Gurría þannig að eftir hefur verið tekið. Yfirlitsmynd yfir helstu ráð og nefndir OECD n höfundar[, nafn höfundar]
Published Version (Free)
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.