Abstract

Þessi grein er á sviði stjórnarhátta og fjallar um rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er sameignarfyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga. Staða og þróun OR er áhugaverð vegna lagabreytinga sem knúðu á um að raforkuframleiðsla og -sala skyldi sett í sérstakt fyrirtæki og vera aðskilin frá veiturekstri OR. Í ársbyrjun 2014 var OR skipt upp í samstæðu sem samanstendur af móðurfélagi og þremur dótturfélögum. Við þau tímamót var sameignarsamningur OR endurnýjaður ásamt eigendastefnu, og stjórnarhættir fyrirtækisins endurskoðaðir. Í rannsókninni er fjallað um innra samhengi milli sameignarsamnings OR, eigendastefnu og heildarstefnu fyrirtækisins og rýnt í hvernig unnið er að framkvæmd eigendastefnunnar í samstæðunni. Helstu niðurstöður eru þær að með sérstöku verklagi við rýni, mótun og eftirfylgni er stuðlað að því að stjórn samstæðunnar hafi nauðsynlega yfirsýn til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu í því flókna stjórnskipulagi sem varð til við uppskiptingu fyrirtækisins. Einnig kemur fram að sérstakar aðstæður OR eftir hrunið höfðu áhrif á þróun skipulags og stjórnarhátta.

Highlights

  • This article is about strategic corporate governance based on a case study of Reykjavik Energy (OR)

  • Umfjöllun um góða stjórnarhætti má einnig rekja til útgáfu fyrstu leiðbeininga um góða stjórnarhætti (Viðskiptaráð Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök Atvinnulífsins, 2004) en varð svo meira í brennidepli eftir hrunið árið 2008 (Lilja Rún Ágústsdóttir, 2010)

  • Þrátt fyrir vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, bæði hér á landi og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð

Read more

Summary

Inngangur

Stjórnarhættir fyrirtækja (e. corporate governance) fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu (Bonn og Pettigrew, 2009; Thomsen, 2008). Þrátt fyrir vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, bæði hér á landi og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Tilgangurinn með þessari grein er að koma með innlegg sem tekur til fræðilegrar umræðu um stjórnarhætti, sérstaklega stefnumiðaða stjórnarhætti, og er umfjöllun um niðurstöður rannsóknar á því hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið með eigendastefnu og beitt ákveðnu verklagi við rýni, mótun og eftirfylgni stefnu þar sem verkefni stjórnenda og stjórnar eru í samspili. Markmiðið með þessari grein er að skila framlagi til þekkingar á því hvernig stefnumiðaðir stjórnarhættir og sérstaklega eigendastefna gerir stjórnum fyrirtækja og stofnana kleift að rækja skyldur sínar við það að fylgja eftir vilja og markmiðum eigenda. Því næst er fjallað um hvernig stefnumiðuðum stjórnarháttum er hagað innan samstæðu OR og í lokin er lærdómurinn dreginn saman og tillögur að frekari rannsóknum settar fram

Hlutverk stjórna og stjórnarhættir
Stjórnarhættir fyrirtækja
Stefnumiðaðir stjórnarhættir
Rannsóknaraðferð
Aðferðarfræði og val á rannsóknaraðferð
Öflun og úrvinnsla gagna
Staða höfunda og áskoranir við rannsóknina
Stefna og stjórnarhættir hjá OR
Starfsemi og skipulag hjá OR
Eigendastefna og önnur stefnuskjöl OR
Ábyrgð stjórnar OR
Verklag við mótun og eftirfylgni stefnu hjá OR
Samstilling og samheldni um stefnu OR
Stefnumiðaðir stjórnarhættir – lærdómur af raundæmi
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call