Abstract
Tæp hundrað ár eru liðin síðan samþykkt var á Alþingi að þingmönnum skyldi skipað til sætis með drætti við upphaf hvers þings. Sú skipan þekkist ekki nú meðal annarra þjóðþinga. Ekki hefur legið fyrir hvers vegna sætadráttur var innleiddur á Alþingi, hvernig framkvæmd hans hefur verið, hver hafa verið viðhorf þingmanna til sætadráttar eða hvort þetta fyrirkomulag hafi haft einhver áhrif á samskipti þingmanna og starfsemi Alþingis. Í þessari grein eru birtar niðurstöður fyrstu rannsóknar á þessu efni hérlendis. Jafnframt er sætaskipun Alþingis sett í alþjóðlegt samhengi, en meginreglan um heim allan er að þingmenn sitja saman í flokkahópum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru m.a. þær að mestar líkur eru á því að fyrirmyndin að sætadrætti sé sótt til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en þar tíðkaðist sætadráttur á árunum 1845- 1913. Þá leiðir rannsóknin í ljós að það liðu rúmlega 40 ár þar til sætadráttur festist að fullu í sessi á Alþingi. Í efri deild var á flestum þingum fram til 1959 fallið frá sætadrætti og virðast þingmenn þá einkum hafa setið eftir flokkum. Í neðri deild var algengt að ýmsir þingmenn skiptu á sætum að loknum sætadrætti og þar var líka um tíma uppi viðleitni til að koma á sætaskipun eftir flokkun en hún fékk ekki hljómgrunn. Síðan 1959 hefur ekki verið neinn ágreiningur um sætadrátt. Almennt virðast alþingismenn þeirrar skoðunar að sætaskipun Alþingis hafi jákvæð áhrif á samskipti þingmanna, sé jákvætt mótvægi við skiptingu þingheims í stjórnarliða og stjórnarandstæðinga og auk þess sé sætadráttur sanngjörn leið til að skipa mönnum til sætis. Reynslan af sætadrætti á Alþingi er því vísbending um að það geti skipt máli fyrir þingmenn hvernig sætaskipun er háttað.
Highlights
Að tillögu forseta voru samþykkt þau afbrigði frá þingsköpum að hluta ekki um sæti deildarmanna en láta haldast sætaskipun síðasta þings (Alþingistíðindi 1926, 17)
Almost a century has passed since Althingi, the Parliament of Iceland, introduced, in 1916, the method of allocating seats to Members by drawing lots at the start of each session
This arrangement is not customary in any other national parliament in the world. It has never been established why this particular method of allocating seats was introduced in Althingi. Neither has it been mapped out how the allocation was conducted, what the Members thought of it nor what impact, if any, the arrangement had on the relations of Members and the workings of Althingi
Summary
Sætaskipun er þá ýmist þannig að meginhóparnir sitja andspænis hvor öðrum í ílöngum þingsal, eins og í Bretlandi og Kanada, eða sæti raðast þannig að þingmenn sitja að hluta andspænis hverjir öðrum (fremst situr forusta flokkanna) og að hluta í hálfhring og sitja þá stjórnarliðar öðrum megin í hálfhringnum og þeir sem eru ekki í stjórnarflokkunum í hinum hlutanum, sbr. Þá má nefna að í sumum þeirra þinga þar sem þingmenn sitja samkvæmt frönsku hefðinni raðast þingflokkarnir ekki nákvæmlega eftir vinstri-hægri skala heldur er oft hnikað aðeins frá þeirri röð í samkomulagi milli flokkanna og eru þingin í Austurríki, Belgíu og Danmörku dæmi um slíkt. Eitt af því sem menn hafa velt fyrir sér er hvort breska og franska hefðin í sætaskipun hafi ólík áhrif á hegðun þingmanna. Að þessu verður nánar vikið síðar í greininni þegar fjallað verður um viðhorf þingmanna til sætadráttar
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.