Abstract

Frá því að Kennaraháskóli Íslands öðlaðist lagaheimild til að útskrifa kennara með framhaldsgráður háskólanáms árið 1988 hefur þar verið boðið upp á fjölmargar leiðir í framhaldsnámi og starfsþróun kennara og fleiri stétta. Vorið 2014 stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir könnun meðal grunnskólakennara með bakkalárgráðu í samstarfi við Kennarasamband Íslands. Spurt var um æskilegt inntak og skipulag framhaldsnáms, hugsanlega hvata til að sækja slíkt nám og hvernig mætti útfæra það. Af 734 svörum mátti ráða að umtalsverður áhugi væri á slíku framhaldsnámi. Haustið 2015 hófu 35 starfandi kennarar sérsniðið framhaldsnám byggt á niðurstöðum könnunarinnar og stefnu Háskóla Íslands um meistaranám grunnskólakennara. Hér er greint frá rannsókn á viðhorfum og reynslu þeirra sem sóttu hið sérsniðna nám á tímabilinu 2015 til 2019. Sjónum var beint að samhenginu milli fræða (teoríu) og starfs á vettvangi (praxis), hugmyndum þátttakenda um eigin fagmennsku og fagvitund og hugmyndum um möguleika og þarfir á starfsþróun. Niðurstöður benda til þess að tengsl fræða við starfið á vettvangi séu óskýr þegar kemur að starfsþróun og tilteknir þættir í kerfinu hindri jafnvel eðlilega þróun fagmennsku og fagvitundar kennara. Þar ber helst að nefna margþættar væntingar til starfsins og óljósar hugmyndir um það í hvers þágu starfsþróun kennara ætti að vera.

Highlights

  • The first problem organisers had to deal with was how to adjust this new program to the prescribed learning outcomes included in the M.Ed. program for general teacher education

  • The program was offered to all experienced teachers

  • that they were interested in the program

Read more

Summary

Kennarafræði og fagvitund

Þrátt fyrir framangreindar breytingar var engu líkara en fáir vildu stíga það skref til fulls að skilgreina kennara sem eiginlega fagstétt og sérfræði þeirra sem kennarafræði, samanber sérfræði hjúkrunarfræðinga og lækna. Samkvæmt samantekt Menters og félaga (2010) fela innri kröfur það í sér að kennarinn styðjist við eigin hugmyndir og starfskenningu í starfi sínu Fjölmargir hafa þó bent á þann vanda sem felst í því að tengja saman fræði og praktík þegar nám og starfsþróun kennara er annars vegar, til dæmis Fred A. Til viðbótar tillögunni hér á undan um starfsævilanga menntun var meðal annars lagt til að jafnt aðgengi kennara að starfsþróun yrði tryggt, reyndum kennurum yrði tryggð starfsþróun við hæfi og um leið að þekking þeirra og reynsla yrði nýtt í þessu samhengi Til viðbótar tillögunni hér á undan um starfsævilanga menntun var meðal annars lagt til að jafnt aðgengi kennara að starfsþróun yrði tryggt, reyndum kennurum yrði tryggð starfsþróun við hæfi og um leið að þekking þeirra og reynsla yrði nýtt í þessu samhengi (mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2016, fylgiskjal nr. 4)

HIÐ SÉRSNIÐNA FRAMHALDSNÁM GRUNNSKÓLAKENNARA
RANNSÓKN Á SÉRSNIÐNA NÁMINU
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.