Abstract

Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt: Annars vegar að skoða félagslegan ávinning söngleikjaþátttöku og mikilvægi söngleikjaforms sem óhefðbundins náms og hins vegar að skoða hvaða áhrif söngleikjaþátttaka hefur á félagskvíða hjá nemendum með frammistöðukvíða. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem viðtöl voru tekin við unglinga í grunnskóla sem tóku þátt í söngleik. Þá voru dagbókarfærslur rannsakanda einnig hluti af gögnum sem og reynsla hans á vettvangi. Niðurstöður sýna að óhefðbundið nám í söngleiksuppfærslu er mikilvægur vettvangur til að efla félagsfærni nemenda. Jafnframt hefur söngleikjaþátttaka góð áhrif á félagskvíða og eflir samskiptafærni nemenda. Þá sýndu niðurstöðurnar að söngleikur er mikilvægur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast og losa um hömlur. Jafnframt hefur þátttakan jákvæð áhrif á félagsfærni og minnkar félagskvíða en margir nemendur upplifðu aukið öryggi í félagslegum samskiptum í gegnum söngleikjaferlið. Niðurstöðurnar eru mikilvægar til að sýna fram á hversu nauðsynlegt er að efla óhefðbundið nám og listgreinar og til að styrkja félagsfærni og sjálfstraust nemenda. Jafnframt skipta þær máli til að hjálpa félagskvíðnum nemendum þar sem félagskvíði byggir meðal annars á félagslegri fullkomnunaráráttu sem lýsir sér helst á þann veg að nemendur eru hræddir við að gera „samskiptamistök“. Söngleikur, þar sem eiga sér stað mikil samskipti, er því gagnlegur jafnt sem krefjandi vettvangur fyrir þá félagskvíðnu.

Highlights

  • „Hamingja og gleði liggja í því að finna hæfileikum sínum farveg og fá að njóta sín sem einstaklingur og hluti af heild“ (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013, bls. 24)

  • Tristan sagði jafnframt að hann hefði upplifað félagskvíða áður en Söngleikur sem félagslegur vettvangur æfingar á söngleiknum hófust, þannig að þátttaka hans hafði jákvæð áhrif á hann þegar á leið

  • Aðrir þátttakendur tóku undir með Þóru og sögðu jafnframt að þótt þeir hefðu leikið lítið hlutverk þá hefði það samt sem áður haft góð áhrif á sjálfstraustið

Read more

Summary

Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Sólveig Þórðardóttir

Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt: Annars vegar að skoða félagslegan ávinning söngleikjaþátttöku og mikilvægi söngleikjaforms sem óhefðbundins náms og hins vegar að skoða hvaða áhrif söngleikjaþátttaka hefur á félagskvíða hjá nemendum með frammistöðukvíða. Robin Dunbar og f leiri halda því fram að söngleikur sé félagslegur vettvangur og oft myndist öf lug liðsheild á meðal einstaklinga í gegnum slíkt ferli þar sem nemendur tengist oft sterkum böndum. Í gegnum samvinnu ef list sú greind; til dæmis þegar nemendur semja tónlist í hópi þurfa þeir að hlusta eftir því hvernig aðrir tjá sig, taka eftir innkomum og hljóðstyrk. Markmiðið er að læra í gegnum leiklist og er lögð áhersla á reynslu nemenda, en ekki á afurðina sjálfa eða lokaútkomu eins og þegar sýnt er leikrit fyrir áhorfendur (Rannveig Björk Þorkelsdóttir, 2016b). Rannveig Björk Þorkelsdóttir (2012) segir í bók sinni Leikið með listina að í gegnum hlutverkaleik læri nemendur að unnt sé að túlka meiningu orða á annan hátt en bókstaf lega: Þeir læra að takast á við ímyndaðar aðstæður og þjálfast í skipulagðri og markvissri samvinnu sem ef lir félagsþroska. Þetta er merkilegt í ljósi þess að félagskvíðinn hefur verulega neikvæð áhrif á lífsgæði og veldur mikilli vanlíðan (Wittchen og Fehm, 2003)

Leiklistarmeðferð í gegnum spuna
Framkvæmd rannsóknarinnar
Þátttakendur og greining gagna
Niðurstöður rannsóknarinnar
Mikilvægi listgreinakennslu
Birtingarmyndir félagskvíða innan söngleiks
Samskipti og vináttutengsl
Sjálfsmynd og sjálfstraust
Samantekt og umræða
Social benefits of musical participation

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.