Abstract

Afstaða Íslendinga til öryggismála hefur lítið verið rannsökuð frá því í lok kalda stríðsins. Í þessari grein eru kynntar niðurstöður könnunar um afstöðu til og hugmyndir um utanríkis- og öryggismál, en Félagsvísindastofnun HÍ vann könnunina í nóvember og desember 2016. Niðurstöður könnunarinnar eru settar í samhengi við þróun í öryggisfræðum, þá sérstaklega öryggisgeira (e. security sectors) verufræðilegt öryggi (e. ontological security) og öryggisvæðingu (e. securitization). Helstu niðurstöður eru að almenningur á Íslandi telur öryggi sínu helst stafa ógn af efnahagslegum og fjárhagslegum óstöðugleika og náttúruhamförum, en telur litlar líkur á því að hernaðarátök eða hryðjuverkaárásir snerti landið beint. Þessar niðurstöður eru í takmörkuðu samræmi við helstu áherslur stjórnvalda í öryggismálum og því mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því hvernig hægt er að tryggja það að almenningur sé meðvitaður um þær forsendur sem áhættumat og öryggisstefna grundvallast á.

Highlights

  • Icelanders’ views on security and foreign affairs since the end of the Cold War are an understudied issue

  • Icelandic public believes that its security is most threatened by economic and financial instability, as well as natural hazards, but thinks there is a very limited chance of military conflict or terrorist attacks directly affecting the country

  • These findings are incongruent with the main emphases of Icelandic authorities, as they appear in security policy and political discourse

Read more

Summary

Öryggi

Í þessum kafla er farið yfir fræðilegan grunn rannsóknarinnar, sem byggist á hugmyndum um öryggisgeira, öryggisvæðingu og verufræðilegt öryggi. Barnett bendir hins vegar á að einnig megi líta á öryggisvæðingu sem tækifæri til að endurmeta skammlífar reglur samfélagsins og að ekki sé alltaf um það að ræða að stjórnvöld vilji víkja sér undan reglum lýðræðisins eða brjóta gegn gildum samfélags (Barnett 2015). Þetta bendir til þess að ekki einungis eigi almenningur erfiðara með að skilgreina ógnir við öryggi sitt, heldur sé það sérstaklega vandasamt fyrir undirskipaða hópa í samfélaginu að koma sínum skilgreiningum á framfæri, hvað þá að taka sér stöðu til að öryggisvæða þær ógnir. Öryggi er því ekki einfaldlega fjarvera ógna eins og mætti halda, heldur skiptir máli hvernig þessar ógnir eru skilgreindar og hver hefur umboð til að gera það. Hér er einmitt reynt að varpa ljósi á það hvort almenningur á Íslandi hugsi um tilteknar ógnir í samhengi við öryggi sitt eða hafi tilhneigingu til að hugsa ekki um öryggi yfir höfuð. Engar vísbendingar voru heldur um að stefnan ætti að mæta þörfum almennings, hvernig svo sem þær væru skilgreindar

Aðferð og gögn
Sýn Íslendinga á alþjóða- og öryggismál
Findings
Umræða og lokaorð

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.