Abstract

Hér er þess freistað að varpa ljósi á það hagræna samhengi sem skapar arð í fiskveiðum og útskýra um leið hugtök sem þar koma við sögu. Hugtökin renta og auðlindarenta hafa mjög verið notuð í þessu sambandi. Saga hugtakanna er rakin stuttlega og sá fjölbreytilegi skilningur sem fræðimenn hafa lagt í þau, og hin ýmsu afbrigði rentuhugtaksins skýrgreind. Þá er stuttlega fjallað um hagnað og tengsl hans við rentu. Megináhersla er á að útskýra hvers vegna rangt sé að álykta að tilvist svokallaðrar auðlindarentu hafi alfarið með ástand auðlindar að gera eða aðgerðir stjórnvalda til takmörkunar. Skipulag fiskveiða sem byggir á eignarrétti er mikilvægasta forsenda þess að skapa arð af fiskveiðum og raunar auðlindanýtingu yfirleitt. Nægjanlega sterkar eignarréttur þarf að vera til staðar svo unnt sé að forðast svokallaðan „harmleik almenninga.“ Þá er jafnframt rökstutt að tilvist auðlindarentu byggi fyrst og fremst á hæfileikum þeirra er veljast til að starfa í sjávarútveginum, á hugviti og framtaksemi þeirra, og þeim hvata sem þeir hafa til að hámarka það virði sem hægt er að búa úr afurðum af nýtingu fiskistofna.

Highlights

  • The purpose here is to shed some light on the creation of economic rent and profit in fisheries

  • Það hefur leitt til hagræðingar og aukinnar verðmætasköpunar

  • Einhver þessara rentuheita virðast eiga að lýsa eða koma í stað hagnaðarhugtaka, og virðast ýmsar ástæður liggja þar að baki, stundum óljósar

Read more

Summary

Hvað er renta?

Hugtakið „renta“, rent á ensku, virðist upphaflega hafa staðið fyrir hverskonar endurgjald. Í uppsláttarriti Palgrave útgáfunnar um hagfræði er fjallað um rentuhugtakið og það skilgreint sem greiðsla fyrir notkun auðlindar, hvort heldur auðlindin er fólgin í landi, vinnumönnum, tækjum, hugmyndum eða jafnvel peningum (sjá Alchian, 1991). Þrátt fyrir að notkun á rentuhugtakinu sé stundum ennþá tengd nafni Ricardo þá er með því ekki verið að vísa til kenningar hans um rentu. Þessi tegund rentu verður til þegar settar eru hömlur á viðskipti með afurðir eða þjónustu og þannig komið í veg fyrir að selja megi það magn sem spurn er eftir við samkeppnisverð og hagkvæmt er að bjóða. Það sem helst situr eftir við lesturinn er að renta er greiðsla fyrir notkun auðlindar, hvort heldur auðlindin er fólgin í landi, vinnuafli, tækjum, hugmyndum eða jafnvel peningum.

Hvað er hagnaður?
Hvað er ábati?
Eignarréttur byggir ekki á einokun
Einsleit eða misleit fyrirtæki?
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.