Abstract

Líðan starfsfólks getur haft rekstrarleg áhrif á fyrirtæki og því er mikilvægt fyrir stjórnendur að leggja áherslu á að starfsfólki líði vel. Yfirmenn geta aukið líkur á því með því að leggja áherslu á að eiga í góðum samskiptum við það. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl á milli upplifunar af óyrtum samskiptum yfirmanns og tilfinningalegri líðan starfsfólks. Einblínt var á þrjár gerðir tilfinningalegrar líðan sem eru mikilvægar þegar kemur að líðan starfsfólks í vinnu; tilfinningalegan stuðning, tilfinningalega vinnu og tilfinningalegt gildi. Í gegnum rafrænt hentugleikaúrtak fengust svör frá 802 einstaklingum á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar sýndu að upplifun á óyrtum samskiptum yfirmanna hefur jákvæð tengsl við tilfinningalegan stuðning sem felst m.a. í því að yfirmenn séu aðgengilegir og hlusti á starfsfólk. Upplifun á jákvæðum óyrtum samskiptum yfirmanna reyndist jafnframt draga úr skynjun starfsfólks á tilfinningalegri vinnu en slík vinna getur verið óæskileg og haft neikvæð áhrif á starfsfólk. Að auki sýndu niðurstöðurnar að skynjun starfsfólks á tilfinningalegu gildi er jákvæðara ef það upplifir jákvæð óyrt samskipti frá yfirmanni sínum, en fyrri rannsóknir hafa sýnt að jákvætt tilfinningalegt gildi hefur jákvæð áhrif á starfsánægju og leiðir til jákvæðrar hegðunar inni á vinnistöðum. Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar eru það fyrst og fremst óyrt samskipti sem snúa að andlitstjáningu og líkamstjáningu sem skýra tilfinningalega líðan starfsfólks. Yfirmenn ættu því að leggja áherslu á að halda augnsambandi við starfsfólk sitt þegar samskipti eiga sér stað og sýna jákvæð svipbrigði eins og bros. Jafnframt ætti að leggja áherslu á afslappaða en líflega líkamsstöðu, t.d. með því að nota hendurnar þegar talað er. Rannsóknin styrkir fræðilegar undirstöður varðandi samskipti á vinnustað og veitir innsýn í lítið rannsakað viðfangsefni á sviði stjórnunar.

Highlights

  • Employees’ well-being can influence companies’ perfomance and it is important for managers to do what they can so their employees are feeling well at work

  • 92 | Tímarit um viðskipti og efnahagsmál employees well-being at work; emotional support, emotional work, and emotional valence

  • Through an online convenience sample answers were collected from 802 individuals in the labor market

Read more

Summary

Inngangur

Það eru ekki bara persónulegir hagsmunir starfsfólks að þeim líði vel í vinnunni heldur getur líðan þeirra beinlínis haft rekstrarleg áhrif á fyrirtæki. Þó svo að rannsóknir hafa sýnt hversu veigamikill þáttur óyrt samskipti eru í daglegu lífi er skortur á slíkum rannsóknum í tengslum við vinnuumhverfið í heild (Bonaccio, O’Reilly, O’Sullivan og Chiocchio, 2016; Darioly og Schmidt, 2014; Fuller o.fl., 2011; Gkorezis, Bellou og Skemperis, 2015; Jia, Cheng og Hale, 2017). Í þessari rannsókn er hins vegar farið dýpra í tilfinningalega líðan með því að bæta við þriðju víddinni; tilfinningalegu gildi. Í ljósi þess að líðan starfsfólks getur haft bein áhrif á rekstrarlegan árangur fyrirtækja er vitneskja um með hvaða hætti sé hægt að aðlaga hegðun til að auka líkur á að hafa jákvæð áhrif á líðan gagnleg stjórnendum

Óyrt samskipti yfirmanna
Tilfinningaleg líðan starfsfólks
Aðferð
Þátttakendur
Mælitæki
Framkvæmd
Niðurstöður
Upplifun á óyrtri hegðun yfirmanns
Tilfinningaleg líðan
Umræða
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call