Abstract

Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun og hlutverk samfélagsmiðla hjá ríkisstofnunum hérlendis. Notaðar voru megindlegar og eigindlegar aðferðir við framkvæmd hennar. Spurningalisti var sendur á rafrænu formi til allra ríkisstofnana hérlendis og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sérfræðinga hjá stofnunum. Ekki hafa áður verið gerðar rannsóknir um þetta viðfangsefni hérlendis. Af þeim sökum þótti tímabært að gera könnun um samfélagsmiðlanotkun á opinberum stofnunum með það fyrir augum að bæta við nýrri þekkingu á sviðinu. Engar sambærilegar erlendar rannsóknir fundust en þessi rannsókn grundvallaðist á tengdum könnunum og heimildum erlendis frá. Samkvæmt niðurstöðum úr spurningakönnuninni notaði tæplega helmingur ríkisstofnana samfélagsmiðla í starfsemi sinni og voru Facebook og YouTube þeir miðlar sem voru mest nýttir. Vinsældir, útbreiðsla, notagildi og hentugleiki réðu helst vali á miðlunum. Meirihluti stofnana hafði hvorki skilgreint markmið með notkun samfélagsmiðla né ákveðið hlutverk og ábyrgð starfsmanna með notkun miðlanna. Stofnanirnar lögðu mikla áherslu á að setja kynningu og fréttir um starfsemina á samfélagsmiðla sína auk þess sem nokkuð var um tilvísanir í efni af öðrum vefsíðum. Hjá viðmælendum kom meðal annars fram að markmið með notkun samfélagsmiðla væru upplýsingamiðlun, móttaka upplýsinga, að auka sýnileika, að opna stofnanir og auka gegnsæi. Einnig töluðu þeir um mikilvægi þess að vera á persónulegum nótum á samfélagsmiðlum stofnana en hins vegar var bent á að nokkurrar hræðslu gætti á meðal stofnana við að nota samfélagsmiðla, sér í lagi við að starfsmenn sýndu mannlega hlið á þeim. Þá kom fram að frumsamið efni á samfélagsmiðlum stofnana væri í minnihluta og stofnanir beittu töluvert skipulegri miðlun efnis af vefsíðum sínum á samfélagsmiðlana. Jafnframt gerði almenningur fremur lítið af því að setja efni á samfélagsmiðla stofnana.

Highlights

  • Samfélagsmiðlar hafa umbylt samskiptamála fólks á skömmum tíma

  • The purpose of this research was to study the use and role of social media hosted by government institutions in Iceland

  • A survey was sent electroni­ cally to all government institutions in Iceland and semi-structured interviews were conducted with specialists working for institutions

Read more

Summary

Fræðilegur bakgrunnur um notkun samfélagsmiðla

Vefur 2.0 (Web 2.0) og samfélagsmiðlar eru gjarnan notuð sem regnhlífarheiti yfir marg­ víslegar athafnir sem flétta saman tækni, samskipti meðal einstaklinga og sköpun efnis á netinu. Í ljós kom að stofnanirnar notuðu þessa tækni einkum til þess að (1) ná til borgaranna og hvetja þá til þess að taka þátt í starfi stofnana til dæmis með því að tjá sig um stefnumótun í opinberum málum, (2) auka samstarf innan stofnana og skapa þannig vettvang fyrir upplýsinga- og skoðanaskipti um tiltekin málefni, (3) koma á sam­ starfi milli stofnana og (4) gefa kost á samfélagslegu neti sem gerði starfsfólki kleift að koma á samböndum við annað starfsfólk (NARA, 2010). Þar kom meðal annars fram að (1) af þeim sem svöruðu voru 109 stofnanir skráðar á samfélagsmiðla en 97 voru ekki skráðar á slíka miðla, (2) af þeim sem nýttu sér samfélagsmiðla notuðu 40 stofnanir þá til gagnvirkra samskipta við notendur, (3) hjá 63 stofnunum var einungis um skipulega miðlun frétta og upplýsinga af vefsíðum þeirra til notenda að ræða og (4) tíu stofnanir voru skráðar á samfélagsmiðil án þess að nýta sér hann á nokkurn hátt. Í sömu rannsókn kom fram að einungis 13 þeirra höfðu sett reglur um stjórnun þessa efnis

Aðferðafræði og gagnaöflun
Samfélagsmiðlar og upplýsingar tengdar starfseminni
Umræður og samantekt
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call