Abstract

Greinin fjallar um rannsókn á því á hvern hátt starfsmenn íslenskra háskóla skilja hlutverk háskóla og samfélagslegar starfsskyldur sínar og það mátað að fjórum ólíkum hefðum í starfsemi háskóla, Newman, Humboldt, Tómas frá Akvínó og Napoleons hefðinni. Spurningalisti var lagður fyrir alla akademíska starfsmenn og sérfræðinga við háskóla á Íslandi. Niðurstöður benda sterklega til þess að grunngildi Humboldt háskólans séu föst í sessi innan íslensks háskólasamfélags. Íslenskt háskólafólk metur mikils það hlutverk háskóla að vera gagnrýnið afl í samfélaginu og tekur undir hugmyndina um háskóla sem sjálfstætt griðland fræðanna þar sem akademískt frelsi er grundvallaratriði. Mikill meirihluti telur mikilvægt að settar verði reglur um kostun á háskólastöðum. Bendir það til að háskólafólk hafi áhyggjur af þeirri þróun að fjársterk hagsmunaöfl geri sig ómissandi við fjármögnun háskólastarfs með þeim afleiðingum að rannsakendur, sérfræðingar, kennarar og nemendur hafi ekki fullt frelsi til að leita sannleikans í hverju máli. Gagnrýni kemur fram á starfsumhverfi íslensks háskólafólks. Þar berast böndin að því kerfi sem notað er til að leggja mat á árangur háskólakennara og sérfræðinga og grundvallarákvarðanir um laun þeirra og framgang í starfi. Matskerfið er beintengt við hag og kjör starfsmanna og því mjög stýrandi. Notkun þess kann að hafa misfarist að því leyti að þeir hvatar sem tækið býr til virðast á skjön við þær faglegu hugsjónir sem háskólafólk aðhyllist að því er varðar þátttöku þess í samfélagslegri umræðu.

Highlights

  • The results strongly indicate that the basic values of the Humboldt university are strongly entrenched in the community of Icelandic academics

  • Á væntingahliðinni sögðust 91% vilja leggja frekar (46%) eða mjög (45%) mikla áherslu á að flytja erindi á opinberum vettvangi, en aðeins 76% sögðust í raun leggja frekar (54%) eða mjög (21%) mikla áherslu á þennan þátt

  • They emphasize that a university ought to be a force of criticism in society, and they share the vision that a university is an independent, academic zone of immunity, where academic freedom is of fundamental value

Read more

Summary

Aðferðir

Meginviðfangsefni rannsóknarinnar Samfélagslegt hlutverk háskóla er að leita svara við því hvernig háskólakennarar og sérfræðingar skilja hlutverk háskóla og samfélagslegar starfsskyldur sínar. 2.1 Þátttakendur Spurningalistinn var sendur til allra akademískra starfsamanna í háskólum á Íslandi haustið 2011. Við úrvinnslu kom í ljós að 31 einstaklingur hafði svarað mjög fáum spurningum og voru þeir því settir til hliðar og því aðeins unnið úr 423 svörum. Spurt var um starfsheiti og eru 31% þeirra sem svöruðu prófessorar, 20% dósentar, 29% lektorar, 13% aðjunktar og 7% í öðrum störfum. Og fullyrðingar sem annað hvort voru settar fram á nafnkvarða eða fimm þrepa raðkvarða, auk þess sem þátttakendum var gefinn kostur á að koma með athugasemdir í lok spurningalistans. Spurningalistinn innihélt kynningarbréf þar sem fram kom hver stóð að rannsókninni. Þátttakendur voru upplýstir um rétt sinn til að neita þátttöku og tekið fram hvernig farið verður með upplýsingarnar. Öllum var frjálst að hafna þátttöku án athugasemda en einnig gátu þátttakendur sleppt því að svara einstökum spurningum. Með fleiri gerðum gangna væri hægt að varpa skýrara ljósi á ýmsar spurningar sem hér er velt upp

Niðurstöður
Findings
Umræða

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.