Abstract

Samfélagið er helsti hagsmunaaðili háskóla sem hefur það meginhlutverk að sinna kennslu og rannsóknum. Akademískt frelsi (e. academic freedom) er lykilatriði í starfi háskóla en í því felst frelsi háskólakennara til að kenna og rannsaka. Á liðnum áratugum hefur hinu akademíska frelsi hins vegar verið ögrað af hálfu hagkerfisins og atvinnulífsins og í uppgjöri eftir efnahagshrunið 2008 þóttu háskólarnir hafa verið of handgengnir atvinnulífi og stjórnvöldum. Í þessari rannsókn er kastljósinu beint að samfélagslegu hlutverki háskóla (e. public role of universities), einkum afstöðu akademískra starfsmanna og sérfræðinga í háskólum til akademísks frelsis og kostunar (e. sponsorship) kennslu og rannsókna. Leitað var viðhorfa akademískra starfsmanna og sérfræðinga íslenskra háskóla til mismunandi fjármögnunar á kennslu og rannsóknum. Meðal niðurstaðna er að tæpur þriðjungur starfsmanna höfðu unnið að rannsóknum kostuðum af fyrirtækjum eða einkaaðilum á 3ja ára tímabili. Meirihluti svarenda var mótfallinn því að rannsóknir háskólamanna væru fjármagnaðar með styrkjum frá fyrirtækjum og tæpur helmingur að fjármögnun kæmi frá samkeppnissjóðum. Svarendur á sviði félags-, mennta-, hugvísinda og lista reynast mun líklegri en svarendur af öðrum vísindasviðum til að hafa áhyggjur af því að kostun af einkaaðilum ógni hlutlægni rannsókna. Svarendur sem tilheyra einkareknum háskóla eða stofnun með sjálfstæðan fjárhag reynast líklegri til að hafa unnið að rannsóknum sem kostaðar eru af fyrirtækjum eða einkaaðilum en svarendur sem tilheyra ríkisreknum háskóla eða rannsóknastofnun á fjárlögum. Reynast þeir fyrrnefndu mun hallari undir samkeppnissjóðina en þeir síðarnefndu og marktækt opnari fyrir fjármögnun frá fyrirtækjum.

Highlights

  • Sú rannsókn sem hér er gerð grein fyrir er hluti af stærri rannsókn sem hefur vinnuheitið Samfélagslegt hlutverk háskóla (Samhá)

  • Society is the chief stakeholder in universities. Their main roles are teaching and research, and academic freedom in teaching and research is key to their function

  • Academic freedom has been threatened by the economic system and industry, and in the aftermath of the economic collapse of 2008 universities were said to have been too servile towards industry and government

Read more

Summary

Inngangur

Sú rannsókn sem hér er gerð grein fyrir er hluti af stærri rannsókn sem hefur vinnuheitið Samfélagslegt hlutverk háskóla (Samhá). Til viðbótar þessum upphaflega styrk hefur rannsóknin verið fjármögnuð af Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri og Háskólasjóði KEA. 63/2006 segir að starf háskóla skuli miða „að því að styrkja innviði íslensks samfélags og stöðu þess í alþjóðlegu tilliti með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi“. Eitt af því sem umræðan eftir bankahrunið beindist að var fjármögnun rannsókna og annars starfs háskólanna, þ.e. kostun Með kostun er átt við fjármögnun háskólastarfs af hálfu annarra aðila en hins opinbera og samkeppnissjóða. Í sömu lagagrein og vísað er til hér að ofan kemur fram að „[v]iðfangsefni rannsókna og kennslu á einstökum fræðasviðum háskóla skulu vera óháð afskiptum þeirra sem eiga skólann eða leggja honum til fé“. Hér er í hnotskurn það álitamál sem höfundar greinarinnar ákváðu að skoða nánar í grein þessari

Bakgrunnur rannsóknar og fræðilegt samhengi
Aðferðir
Niðurstöður
Umræða
Findings
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call