Abstract

Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt samband tryggðar viðskiptavina og árangurs fyrirtækja á mörgum sviðum. Það ætti því að vera markmið stjórnenda að auka tryggð viðskiptavina eða fjölda þeirra sem eru tryggir fyrirtækinu. Vitað er að forsenda þess að viðskiptavinur geti verið tryggur er að hann sé ánægður með fyrirtækið og þjónustu þess og eftir atvikum vörur. Sambandið á milli ánægju viðskiptavina og tryggðar hefur töluvert verið rannsakað á einstaklingsmarkaði en mun færri rannsóknir hafa verið gerðar á viðfangsefninu á fyrirtækjamarkaði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu sterk tengsl eru á milli ánægju viðskiptavina með þjónustu og tryggðar á markaði fyrir prentþjónustu. Rannsóknareiningin var rótgróið íslenskt fyrirtæki sem hefur fjölbreyttan viðskiptavinahóp. Rafrænn spurningalisti var sendur á viðskiptavini fyrirtækisins þar sem ánægja þeirra með þjónustuna og tryggð var mæld. Niðurstöðurnar sýndu að tengsl ánægju og tryggðar voru jákvæð, en veik. Jákvæð veik tengsl reyndust vera á milli ánægju og ætlaðra endurkaupa, mjög veik neikvæð tengls milli ánægju og neikvæðs umtals og miðlungs sterk jákvæð tengsl á milli ánægju og meðmæla með fyrirtækinu. Niðurstöðurnar benda til þess að ekki sé munur á verðteygni eftir því hvort viðskiptavinir eru ánægðir eða óánægðir með þjónustuna. Rannsóknin gefur tilefni til að ætla að ef stjórnendur á prentmarkaði hyggjast ná fram tryggð og þeim ávinningi sem hún getur skilað fyrirtækjum, þá þurfi að tryggja mikla ánægju viðskiptavina með þjónustugæðin.

Highlights

  • Research has shown a positive correlation between customers’ loyalty and business success in various fields

  • Á fyrirtækjamarkaði eru viðskiptavinir oft kröfuharðir og ætlast gjarnan til að fá góða umbun fyrir endurtekin viðskipti, t.d. í formi lægra verðs (Reinartz og Kumar, 2002)

  • Með því að stuðla að ánægju viðskiptavina t.d. með framúrskarandi þjónustu aukast þar af leiðandi líkur á tryggð (Curasi og Kennedy, 2002)

Read more

Summary

Inngangur

Grundvallar forsenda þess að fyrirtæki séu lífvænleg er að til staðar séu viðskiptavinir. Síendurtekin viðskipti tryggra viðskiptavina eru talin sérlega mikilvæg á fyrirtækjamarkaði (business to business) (Rauyruen, Miller og Groth, 2009) og eðli þess sambands sem er á milli fyrirtækja sem eiga í viðskiptum sín á milli (Caceres og Paparoidamis, 2007; Cugini, Carú og Zerbini, 2010). Markmið rannsóknarinnar er að kanna hversu sterk tengsl eru á milli ánægju viðskiptavina með þjónustu og tryggðar á fyrirtækjamarkaði fyrir prentþjónustu. Eysteinsson og Þórhallur Guðlaugsson, 2010; Þórhallur Guðlaugsson, 2010) og eftir bestu vitund höfunda hefur engin rannsókn verið gerð á tengslum ánægju með þjónustu og tryggðar á fyrirtækjamarkaði hér á landi. Rannsóknarspurningin er: Hversu sterk tengsl eru á milli ánægju með þjónustu og tryggðar viðskiptavina í prentþjónustu? Nauðsynlegt og áhugavert er að framkvæma sambærilega rannsókn á fleiri fyrirtækum á fyrirtækjamarkaði og ná með því meiri skilningi á sambandinu milli ánægju viðskiptavina og tryggðar á slíkum markaði. Því næst verður fjallað um þá aðferðafræði sem beitt var við rannsóknina, farið yfir niðurstöður og að lokum er umræða um þýðingu niðurstaðnanna og þær settar í samhengi við fyrri rannsóknir á viðfangsefninu

Tryggð viðskiptavina skilgreind
Mismunandi gerðir tryggðar
Mögulegur ávinningur tryggðar
Ánægja viðskiptavina skilgreind
Samband ánægju og tryggðar
Aðferð
Niðurstöður
Umræða
10 Takmarkanir og tillögur að frekari rannsóknum
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call