Abstract

Í þessari rannsókn er farið yfir ráðningarferli í skipun embætta hjá hinu opinbera á tímabilinu 2004 til 2012 og kannað hvort ráðningarferlið að undangenginni veitingu embættis hafi breyst eftir efnahagshrunið haustið 2008. Um er að ræða 68 embættisveitingar, 40 fyrir efnahagshrun og 28 eftir hrun, sem uppfylltu skilyrði 13. töluliðar 22. gr. starfsmannalaga og töldust vera embætti. Við úrvinnslu og greiningu gagna var notuð innihaldsgreining sem er blanda af eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð. Greint var hvort auglýsingarnar uppfylltu skilyrði um auglýsingar eins og þau birtast í reglum nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, hvort auglýsingar um laus embætti birtust í Lögbirtingablaðinu, hvort umsóknarfrestur væri í samræmi við 7. gr. starfsmannalaga, hvort stuðst hafi verið við hæfnisnefndir og loks hversu langt ráðningarferlið var. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að breytingar hafi orðið til batnaðar á ráðningarferlinu eftir efnahagshrunið, einkum hvað varðar starfsauglýsingar, útfærslu þeirra og birtingu, rétt tilgreindan umsóknarfrest, hæfnisnefndir oftar notaðar á kostnað ráðningar- og ráðgjafafyrirtækja. Hins vegar hefur ráðningarferlið lengst eftir efnahagshrunið.

Highlights

  • Ráðherra eru falin margvísleg verkefni samkvæmt lögum og eru embættisveitingar eitt þeirra

  • This research investigates wheather a change has occurred in the recruiting process following the economic collapse in the fall of 2008

  • The study investigates whether the job advertisements fulfill the criteria about job advertisments like they appear in regulations no. 464/1996 about job advertisements

Read more

Summary

Fræðileg umfjöllun

Eitt grundvallarmarkmið mannauðsstjórnunar er að vanda val starfsmanna. Aðferðir mannauðsstjórnunar í ráðningum er að stuðla að áreiðanleika og réttmæti í ráðningarferlinu og tryggja að hæfasti umsækjandinn sé ráðinn hverju sinni eftir hlutlægum aðferðum sem spá best fyrir um hæfni og frammistöðu starfsmanna (Milkovich og Boudreau, 1997; Armstrong, 2012; Beardwell og Clayton, 2010; Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, 2005 og 2006). Matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin þegar lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákvarða ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar svo að ákvörðun verði tekin, og felur stjórnvöldum þannig að leggja mat á það hvert efni ákvörðunar skuli vera. Stjórnvaldsákvörðun þarf að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum eins og menntun, starfsreynslu, þekkingu, hæfni og eftir atvikum þeim persónulegu eiginleikum sem talin eru skipta máli fyrir umrætt starf Almennt er gengið út frá því að veitingarvaldshafinn, sem ábyrgð ber á viðkomandi stöðuveitingu, hafi vald til þess að ákveða hverju sinni á hvaða sjónarmiðum ákvörðunin um hvern eigi að veita stöðuna eigi að byggjast, ef ekki er mælt fyrir um það í lögum Gunnar Helgi (2006) greinir reyndar frá því að setja megi fyrirvara á þessa tölu því heimildarmenn voru ekki sammála í öllum tilvikum um vægi pólitískra þátta og því megi, með fyrirvara, segja að hlutfall pólitískra embættisveitinga hafi verið á bilinu 24 til 44%

Aðferðafræði
Niðurstöður
Umræður og lokaorð
Mikilvægt er að starfsgreining liggi fyrir áður en starfsauglýsing er birt
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call