Abstract

Vinnustaðamenning hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hún getur byggst á ýmsum þáttum s.s. gildum, trú, viðhorfi starfsmanna, skynjun þeirra, sýnilegum táknum á vinnustaðnum, samskiptamynstri og hegðun. Þessi rannsókn fjallar um samanburð á vinnustaðamenningu stofnana og fyrirtækja þar sem stuðst er við aðferð Denison við að mæla vinnustaðamenningu. Spurningalistinn telur í grunninn 66 spurningar sem taka þarf afstöðu til en 60 spurningar eru notaðar til að leggja mat á vinnustaðamenninguna. Í aðferð Denison er vinnustaðamenningunni skipt í fjórar yfirvíddir þar sem hverri yfirvídd er skipt í þrjár undirvíddir. Rannsóknin byggir á 44 fyrirliggjandi greiningum á vinnustaðamenningu fyrirtækja og stofnana. Heildarfjöldi svara er 4.071. Þar af eru 1.095 frá átta stofnunum og 2.976 frá 36 fyrirtækjum. 13 mælingar áttu sér stað árin 2010 eða fyrr, 13 á árunum 2011 til 2014 og 18 á árunum 2015 eða síðar. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingar um að stofnanir virðast hafa veikari vinnustaðamenningu en fyrirtæki. Mestan mun er að finna á undirvíddunum Markmið, Framtíðarsýn, Teymisvinna og Vilji til breytinga en minnsti munurinn á víddinni Gildi.

Highlights

  • Vinnustaðamenning hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár

  • Organizational culture has been much debated in recent years

  • Organizational culture can be based on various factors such as values, beliefs, attitudes of employees, their perception, symbol in the workplace, communication patterns and behaviour

Read more

Summary

Samanburður á vinnustaðamenningu stofnana og fyrirtækja

Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent, Viðskiptafræðideild, Háskóli Íslands Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent, Viðskiptafræðideild, Háskóli Íslands Svala Guðmundsdóttir, dósent, Viðskiptafræðideild, Háskóli Íslands. Þessi rannsókn fjallar um samanburð á vinnustaðamenningu stofnana og fyrirtækja þar sem stuðst er við aðferð Denison við að mæla vinnustaðamenningu. This research is based on 44 existing surveys of corporate and public sector Organizational culture. The results of this study show that public sector organizations have what is categorized as weaker culture than private companies. Í þessari grein er fjallað um mun á vinnustaðamenningu stofnana og fyrirtækja þar sem stuðst er við aðferð Daniel R. Sérhver skipulagsheild hefur sérstaka vinnustaðamenningu og innan sömu skipulagsheildar getur verið til staðar ólík menning. Það eru margir þættir sem geta mótað og haft áhrif á vinnustaðamenningu, þættir eins og þjóðmenning, stærð fyrirtækja og stofnana, stjórnunarstíll, formleg og óformleg samskipti, rekstrarumhverfi og hvort skipulagsheild starfi á einkamarkaði eða er hluti af opinberri stjórnsýslu.

Þórhallur Örn Guðlaugsson Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Svala Guðmundsdóttir
Innri fókus
Samkvæmni stöðugleiki
Tegund skipulagsheildar Stofnun Fyrirtæki
Stofnanir Fyrirtæki
Þarfir viðskiptavina
Svala Guðmundsdóttir
Innri fókus einkennandi
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.