Abstract

Danskur skuldabréfamarkaður er mjög þróaður og hlutfallslega stór miðað við umfang hagkerfisins. Rætur hans liggja í langri regluhefð stofnana sem sýsla með veðlán. Í þessari grein er rakin saga tegundar skuldabréfa sem ganga undir heitinu realkredit-skuldabréf. Þannig bréf eiga sér langa hefð í Danmörku en eru lítt þekkt utan Danmerkur. Markmið útgáfunnar er að miðla markaðsvöxtum beint til lántaka þannig að þeir nái sem hagstæðustum vöxtum. Þessi tegund skuldabréfa er notuð til að fjármagna fasteignir, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Dregin er upp mynd af 200 ára þróun vaxta og fjármálaafurðum. Tengslum vaxtaþróunar, greiðslubyrði lána og fasteignaverðs á tímabilinu 1992-2013 er lýst og borið lauslega saman við íslenska þróun. Nokkrir þættir í samspili við bankakerfi og Evrópusambandið eru raktir.

Highlights

  • The Danish bond market is highly developed and relatively large compared to the size of the Danish economy

  • Í þessari grein er leitast við að greina eiginleika þess markaðar til að varpa ljósi á eiginleika dansks skuldabréfamarkaðar og hvort dönsk stofnanauppbygging hafi hugsanlega verið sérstaklega hæf til að veita viðspyrnu

  • Lánveitandinn vill að sjálfsögðu fá fjármuni sína til baka og því má segja að fjárfestirinn sé að kaupa traust og tíma

Read more

Summary

Inngangur

Eftir óróa á skuldabréfamarkaði seinni hluta árs 2008 hefur það vakið athygli að skuldabréfamarkaður Danmerkur virtist standast þau áföll sem urðu víða um heim. Danmörk er land með rótgróna stofnanauppbyggingu og þar eru í dag umsvifamiklar lánastofnanir sem sérhæfa sig í að miðla lánsfé til fjárfestinga í fasteignum. Á þeim tíma voru lögbundnir hámarksvextir á RK-skuldabréfum 4% og því líklega ekki mikið svigrúm til spákaupmennsku með vexti. RK-félögin voru því ekki að verðleggja áhættu vegna vaxtabreytileika heldur lögðu þau áherslu á að tryggingin (í dag veðið) væri sem allra öruggast. Þetta eru ekki lengur samábyrgðarfélög þar sem meðlimirnir taka áhættu á því að aðrir félagsmenn borgi. Þessi staða ásamt traustri stöðu danskra ríkisfjármála, trú markaðarins á tengingu danskrar krónu við evru og að á 200 árum hefur það aldrei gerst að eigandi RK-skuldabréfs hafi fengið skerta greiðslu, gerir það að verkum að RK-fyrirtækin bjóða einhverja lægstu vexti til húsnæðislána sem um getur í heiminum. Einnig eru ræddar hliðstæður við íslenskt regluumhverfi og hvers vegna RK-hugmyndin er óþekkt utan Danmerkur

Upphaf og grundvallaratriði
Stjórnarskrá og félagafrelsi
Alþjóðleg samskipti
Fjármálaafurðir og uppgreiðslur
Eignarhugtök og verðmat
Þróun verðbólgu og vaxta
Markaðs- og tækniatriði
Hvers vegna aðeins í Danmörku?
Bankakerfið og Evrópusambandið
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call