Abstract
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að beitt sé aðferðafræði sem kennd er við hönnunarhugsun (e. design thinking) í þróunarverkefnum, bæði á vegum hins opinbera og í einkageiranum. Í þessari grein er kannað hvernig hönnunarhugsun er beitt við mismunandi aðstæður innan íslenskrar stjórnsýslu og fyrirtækja. Fram kemur í viðtölum að hönnunarhugsun er talin styðja við samtal milli mismunandi hagsmunaaðila og valdeflingu þeirra, auk þess sem viðmælendur telja aðferðina gagnlega við að takast á við þá óvissu sem fylgir nýsköpunarverkefnum. Aftur á móti skynja viðmælendur ákveðna togstreitu á milli þess hvernig mismunandi aðilar nálgast hönnunarhugsun. Höfundar setja fram kenningu um að þessi togstreita markist að hluta til af sögulegri þróun hönnunarhugsunar og þremur bylgjum sem mótað hafa áherslur aðferðafræðinnar í gegnum tíðina. Fyrsta bylgjan markast af náinni tengingu við iðnhönnun og aðferðir hönnuða. Önnur bylgjan einkennist af áherslu á nýsköpun og ferlavæðingu hönnunarhugsunar. Í þriðju bylgjunni er sjálfbærni og samkeppnishæfni samfélaga í forgrunni og athyglinni beint í auknum mæli að notkun hönnunarhugsunar í opinberri stjórnsýslu. Ákveðin samsvörun er milli þeirra meginþema sem koma fram í viðtölunum og þessara þriggja bylgja, og kann sú nálgun sem sett er fram hér að hjálpa til við að skýra og skilja mismunandi viðhorf til aðferðarinnar, bæði hér á landi og alþjóðlega. Þessar niðurstöður eru mikilvægar í ljósi þess að mikilvægi hönnunar eykst stöðugt og alþjóðastofnanir á borð við Evrópusambandið leggja sívaxandi áherslu á hönnun og hönnunarhugsun.
Highlights
In recent years, design thinking methods have increasingly been used in development projects, both in the public and private sectors
Sustainability and the sustainable advantage of nations is in the foreground, with an increasing emphasis on the use of design thinking in public administration
The main themes uncovered in the interviews reflect these waves to some extent, and the theoretical approach suggested here may help understand different perspectives towards design thinking, both in Iceland and internationally
Summary
Atvinnuumhverfi dagsins í dag einkennist af fjölbreytni, hraðri tækniþróun og kröfu um sveigjanleika í þróun á vörum og þjónustu. Design Thinking) hefur verið teflt fram sem mögulegri lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir til að bregðast á uppbyggilegan máta við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í starfsumhverfi þeirra (Brown, 2009; Kelley, 2016). Talsverð vakning hefur átt sér stað á síðustu árum innan íslenskrar stjórnsýslu um mikilvægi þess að brúa bilið milli sköpunargáfu og nýsköpunar og í því samhengi hafa aðferðir hönnunar verið nefndar sem mikilvægur drifkraftur til aukinnar verðmætasköpunar (Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2014). Til að leita svara við þessari rannsóknarspurningu er sett fram greining á fjórtán viðtölum við einstaklinga sem beitt hafa aðferðum hönnunar í fjölbreyttum verkefnum á Íslandi, bæði innan opinbera geirans og einkageirans. Í þriðja og fjórða kafla er fjallað um aðferðafræði og niðurstöður þemagreiningar á viðtölum við aðila sem hafa beitt hönnunarhugsun við verkefni á Íslandi og myndrænnar greiningar á heimildum. Umræður og lokaorð er að finna í fimmta kafla, sem hnýtir saman þemagreiningu viðtalanna og greiningu heimildanna út frá bylgjunum þrem
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.