Abstract

Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á orðræðu um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla með greiningu á ráðandi stefnumótunarskjölum um háskóla. Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru hvort og hvernig orðræða í opinberum stefnuskjölum um háskóla endurspeglar a) lýðræðislegt hlutverk háskóla og b) hvernig háskólum er ætlað að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi. Valin voru til greiningar lykilskjöl þar sem lagaumgjörð og stefna íslenskra háskóla birtist. Skipta má úrtakinu í þrennt, þar sem skjölin draga fram stefnu háskóla á þremur ólíkum stigum; frá heildarstefnu hins opinbera, til þeirra hugmynda og áhersluatriða sem háskólarnir velja að draga fram í stefnum sínum, og til ætlaðrar framkvæmdar eins og hún er sett fram í ársskýrslum skólanna. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk háskóla í opinberum stefnuskjölum séu óljósar og ómótaðar. Stefnur og ársskýrslur háskólanna endurspegla þó ákveðna lýðræðisáherslu, en þrástefið um gæði og samkeppnishæfni skyggir á þá áherslu.

Highlights

  • Í gegnum aldirnar hafa háskólar gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki

  • The aim of this paper is to explore whether and how discourses in Icelandic public policy documents reflect a) the democratic role of universities and b) universities’ role in preparing students for responsible participation in a democratic society

  • The documents present university policy on three levels; a) the current official policy presented by the national authorities, b) the current policy of individual universities, and c) the most recent annual reports published by each university

Read more

Summary

Fræðilegt samhengi rannsóknarinnar

Margt hefur verið ritað á fræðilegum vettvangi um áskoranir sem nútíma háskólastofnanir standa frammi fyrir, en sumar þessara áskorana má tengja við lýðræðislegt hlutverk stofnananna. Því verður fjárhagslega hagkvæmara fyrir háskóla að leggja áherslu á kennslu og rannsóknir í vinsælum greinum sem hafa sterka tengingu við þekkingarhagkerfið, því á þeim sviðum er betra aðgengi að sjóðsfé (sjá einnig Jón Ólafsson 2011; Nussbaum 2010; Robertson 2006). Gallagher (2018) er meðal þeirra sem hafa lagt áherslu á mikilvægi ábyrgrar framsetningar vísinda og hlutverks háskóla við að styðja við lýðræðislega og gagnrýna umræðu, ekki síst þegar rætt er um þær áskoranir sem háskólar standa frammi fyrir í dag þar sem sótt er að trúverðugleika og hlutlægni fræðafólks. Samfélagslegar áskoranir, sem snúa meðal annars að borgaravitund, lýðræðislegri þátttöku og samheldni, kalli á starfshætti innan háskóla sem skapi nemendum tækifæri til að þroska borgaralega leikni og þar sem almannahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi í rannsóknum

Háskólar á Íslandi og Bolognaferlið
Aðferð
Niðurstöður og umræður
Hið lýðræðislega hlutverk háskóla
Þrástefin gæði og samkeppnishæfni
Samantekt og lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call