Abstract
Í þessari grein skýrir höfundur og ver þær lýðræðishugmyndir sem felast í greiningu hans á íslensku stjórnarfari og stjórnmálamenningu í aðdraganda og eftirmálum fjármálahrunsins 2008. Gerð er grein fyrir og metin gagnrýni þeirra Jóns Ólafssonar og Birgis Hermannssonar á röksemdir Vilhjálms og notkun hans á fræðilegum lýðræðislíkönum Jürgens Habermas til að greina íslensk stjórnmál. Færð eru rök fyrir því að greiningu Vilhjálms verði að skilja í ljósi þess að hún taki mið af þeim sérstöku aðstæðum sem sköpuðust hérlendis kringum fjármálahrunið og villandi sé að slíta röksemdir hans úr tengslum við það. Í skrifum Vilhjálms er til dæmis stöðugt minnt á mikilvægi ákveðinna lærdóma sem draga þurfi af rökræðukenningunni um lýðræði andspænis þeirri gagnrýni á stjórnarhætti og stjórnsiði hérlendis sem sett var fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á orsökum hrunsins. Sú gagnrýni Jóns og Birgis að Vilhjálmur smætti lýðræði í stjórnsýslu og geri ekki ráð fyrir aðkomu almennings í hugmyndum sínum um lýðræði er sögð eiga rætur sínar í því að þeir slíti umfjöllun hans úr þessu tiltekna samhengi og dragi af henni villandi ályktanir um afstöðu hans til lýðræðis almennt. Einnig er ágreiningurinn rakinn til ólíks skilnings þessara fræðimanna á lýðræðishugtakinu. Vilhjálmur hafnar því að gera aðkomu borgaranna að ákvörðunum að þungamiðju lýðræðis á kostnað vandaðra stjórnarhátta og öflugra stofanana sem vernda mikilvæg lýðræðisleg gildi og gera borgurunum kleift að draga stjórnvöld til ábyrgðar. Loks eru reifaðar hugmyndir um borgaravirkni í anda rökræðulýðræðis og hvernig þær megi útfæra andspænis þeim ógnum sem steðja að upplýstri skoðanamyndun í samtímanum.
Highlights
Síðustu ár hefur mikið umrót verið í íslensku samfélagi sem kallað hefur fram bæði margvíslega gerjun á pólitískum vettvangi og á fræðilega greiningu til að leitast við að skilja atburðina
The author clarifies and defends the democratic ideas implied in his analysis of Icelandic politics and political culture before and after the financial collapse
It is argued that Árnason’s arguments need to be understood in light of the unique circumstances in Icelandic society around the financial collapse and that it is misleading to disconnect them from these circumstances. It is shown how Árnason steadily refers to the criticism in the report of the Special Investigation Commission of the Parliament about how poor governance and political practices were among the causes of the col lapse
Summary
Síðustu ár hefur mikið umrót verið í íslensku samfélagi sem kallað hefur fram bæði margvíslega gerjun á pólitískum vettvangi og á fræðilega greiningu til að leitast við að skilja atburðina.
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.