Abstract

Hér á landi hefur ekki verið rannsakað hvort og þá hvaða tengsl séu á milli kynferðis og aldurs dómara og málflytjenda annars vegar og niðurstaðna dómsúrlausna hins vegar. Rannsóknin, sem er þverfræðileg á sviði félagsfræði og lögfræði, laut að því að greina upplýsingar um kynferði og aldur dómara og málflytjenda í þeim dómsúrlausnum í einkamálum, sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæstaréttar og Landsréttar, á tíu ára tímabili. Rannsakað var hvort tengsl væru á milli þessara þátta og úrslita dómsmálanna. Rannsóknin gefur til kynna að kyn lögmanna hafi þýðingu, óháð kyni dómara, og að kvenkyns málflytjendur til sóknar og varnar auki líkur á að mál falli umbjóðendum þeirra í vil. Aldur dómara virðist jafnframt hafa þýðingu fyrir úrslit mála þannig að eldri dómarar (50 ára og eldri) séu líklegri til að dæma varnaraðila í vil, óháð öðrum þáttum. Enga samvirkni á milli kyns dómara og lögmanna má á hinn bóginn finna í gögnunum sem rannsökuð voru. Það er von okkar að rannsóknarniðurstöðurnar gagnist umræðunni um starfsemi dómstóla og jafnrétti og hvetji til frekari rannsókna á því sviði.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.