Abstract

Flokksfjölmiðlun þreifst hér á landi fram undir síðustu aldamót og sú umbreyting sem Blumler and Kavanagh (1999) kölluðu "Þriðja skeið pólitískrar boðmiðlunar" og felst m.a. í aukinni sérfræðiþekkingu í boðmiðlun innan stjórnmálaflokka og mikilli fagvæðingu blaðamannastéttarinnar og fjölmiðla, hefur haft styttri tíma til að þroskast en raunin var víða í nágrannalöndunum. Í þessari grein eru birtar niðurstöður úr frambjóðendakönnun sem gerð var meðal frambjóðenda allra stjórnmálaflokka í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Niðurstöðurnar sýna með afgerandi hætti að íslenskir stjórnmálamenn hafa litla tiltrú á fagmennsku blaðamanna, óhæði fjölmiðla gagnvart stjórnmálaflokkum og þeirri óhlutdrægni sem alla jafna er talin fylgja markaðsvæðingu og umbreytingu frá ytri yfir í innri fjölbreytni í fjölmiðlun (Hallin and Mancini, 2004). Þvert á móti virðast stjórnmálamenn sjá íslenskan fjölmiðlamarkað í pólitísku ljósi þar sem flokksmiðlun og ytri fjölbreytni er áberandi mikilvæg. Leidd eru rök að því að þessar niðurstöður styðji að til hafi orðið kerfi "pólitískrar markaðsfjölmiðlunar" á Íslandi, m.a. vegna mikillar sögulegrar nálægðar flokksfjölmiðlunar, bernsku í fagvæðingu blaðamannastéttarinnar, fárra og frjálslegra reglna um fjölmiðlamarkaðinn, mikillar samþjöppunar eignarhalds á fjölmiðlum og samkrulls eigendavalds og flokkspólitíkur.

Highlights

  • Flokksfjölmiðlun þreifst hér á landi fram undir síðustu aldamót og sú umbreyting sem Blumler & Kavanagh (1999) kölluðu „Þriðja skeið pólitískrar boðmiðlunar“ og felst m.a. í aukinni sérfræðiþekkingu í boðmiðlun innan stjórnmálaflokka og mikilli fagvæðingu blaðamannastéttarinnar og fjölmiðla, hefur haft styttri tíma til að þroskast en raunin var víða í nágrannalöndunum

  • Political parallelism was a characteristic of the Icelandic Media System until the late nineties

  • The findings categorically show that politicians have little faith in the professionalization, impartiality and balance to political parties of the Icelandic media and journalists, characteristics that would be expected to follow the commercialisation of the Media System and transformation from external diversity to internal diversity (Hallin & Mancini, 2004)

Read more

Summary

Pólitísk markaðsfjölmiðlun

Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Forsætisráðherra tók fram í greininni að hann væri ekki að gagnrýna alla fjölmiðla þó hann hafi ekki beinlínis undanskilið neinn, en af samhenginu og þeim dæmum sem hann tók má ráða að hann var meðal annars að vísa til Ríkisútvarpsins. Hugmyndir um flokkspólitískar tengingar hinna ýmsu fjölmiðla hafa komið fram á undanförnum misserum og árum á sama tíma og íslenskt fjölmiðlaumhverfi hefur verið að færast frá flokksfjölmiðlun yfir til markaðsfjölmiðlunar. Þannig hafa viðskiptablokkir og hagsmunaöfl sem tengjast útgefendum og eigendum fjölmiðla verið samhliða með pólitískar tengingar sem hafa í raun viðhaldið ákveðinni tegund af flokksfjölmiðlun eða í það minnsta ákveðinni slíkri upplifun inn í markaðsmiðlunarumhverfið (Davíð Oddsson, 2004). Þannig segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, eftirfarandi um gagnrýni stjórnmálamanna á fréttastofuna í viðtali við Kjarnann í byrjun september 2013: „Þannig hefur það alltaf verið. Og það er enn okkar svar“ (Þórður Snær Júlíusson, 2013)

Frá flokksmiðlun til pólitískrar markaðsfjölmiðlunar
Tilgátur og rannsóknarspurningar
Aðferð og mælitæki
Mikilvægi málgagns
Háðir eða óháðir flokkum
Hlutleysi eða hlutdrægni
Frétta Morgun blaðið blaðið DV
Hægri eða vinstri slagsíða
Findings
Samantekt og túlkun niðurstaðna
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.