Abstract

Niðurstöður PISA 2018 verða gerðar opinberar í byrjun desember 2019. Af því tilefni má búast við víðtækri umræðu í samfélaginu um menntamál og um gæði íslenska menntakerfisins. Þessari grein er ætlað að vera innlegg í þá umræðu og þá einkum um æskileg viðbrögð eða aðgerðir til að bæta menntun íslenskra barna og ungmenna. Dregin er saman nýleg þekking um farsælar menntaumbætur og reynt að varpa ljósi á hvaða hagnýtu þýðingu hún kann að hafa fyrir umbótastarf hér á landi. Á grunni þeirrar þekkingar eru sett fram sjö leiðarstef sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar við innleiðingu umbótastarfs, þau eru: Nám og kennsla í brennidepli; aðstæðubundnar aðgerðir; samstarfsmiðuð nálgun og samvirkni; fagleg forysta, þekking og hæfni; menntarannsóknir; fjölskyldur og samfélag; og jöfnuður á öllum stigum kerfisins. Til nánari útskýringar er sett fram eitt dæmi um umbætur sem byggja á þessum leiðarstefjum.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call