Abstract

Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman áhrif beinnar og óbeinnar orðaforðakennslu hjá börnum með málþroskaröskun. Einkenni málþroskaröskunar er slök færni í tungumálinu, bæði í málskilningi og máltjáningu. Beina orðaforðakennslan fólst í að lesa sögubók og skoða hvort börn lærðu ný orð með því að útskýra og vinna sérstaklega með ákveðin markorð sem komu fyrir í textanum. Við óbeina kennslu var sama bók lesin án þess að staldra við markorðin eða útskýra þau. Þátttakendur voru tveir, báðir í elsta árgangi í leikskóla, og höfðu niðurstöður málþroskamælinga fyrir íhlutun sýnt slaka færni, bæði í málskilningi og máltjáningu. Kennslan fór fram í leikskóla barnanna fjórum sinnum í viku, í sex vikur. Niðurstöður leiddu í ljós að góður árangur náðist með þann orðaforða sem kenndur var með beinni kennslu. Orðaforði barnanna jókst hins vegar mun minna við óbeina kennslu. Sú þekking sem börnin höfðu tileinkað sér að lokinni íhlutun hélst að nokkru leyti mánuði eftir að íhlutun lauk. Mikilvægt er að lesa fyrir leikskólabörn og skapa aðstæður þar sem markvisst er verið að kenna ný orð. Jafnframt er nauðsynlegt að huga sérstaklega vel að börnum með slaka málfærni og auðvelda þeim að hlusta á sögu með því að útskýra orð jafnóðum. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að til að auka orðaforða barna við sögulestur þurfi að útskýra ný orð sérstaklega. Foreldrar, kennarar og talmeinafræðingar geta ekki gert ráð fyrir að börn tileinki sér ný orð með því að heyra þau lesin í sögubók og geti sér til um þýðingu þeirra út frá samhengi.

Highlights

  • Málfærni leikskólabarna er mjög breytileg, sum börn eru leikin við að orða hugsun sína og þekkja mikinn fjölda orða en önnur þekkja færri orð og eiga erfiðara með að orða það sem þau eru að hugsa

  • Málnotkun barna með málþroskaröskun birtist í erfiðleikum með að halda sér við umræðuefni, að skiptast á að tala, að segja frá á skipulegan hátt og fylgja almennum reglum sem einstaklingar tileinka sér í samskiptum

  • Hópurinn lagði jafnframt til að hugtakið málröskun (e. language disorder) yrði notað yfir frávik í máli sem fylgdu þekktri fötlun og þá væri fjallað um málröskun tengda einhverfu eða málröskun tengda Downs-heilkenni (Bishop, Snowling, Thompson og Greenhalgh, 2016, 2017)

Read more

Summary

Orðaforðakennsla með sögulestri fyrir börn með málþroskaröskun

Beina orðaforðakennslan fólst í að lesa sögubók og skoða hvort börn lærðu ný orð með því að útskýra og vinna sérstaklega með ákveðin markorð sem komu fyrir í textanum. Aðferðin byggist á að við lestur sögubóka eru valin ákveðin orð (hér eftir kölluð markorð) sem börnin eru líkleg til að eiga erfitt með að skilja og þau orð útskýrð sérstaklega. Orðaforðakennsla með sögulestri fyrir börn með málþroskaröskun rannsókn verður athugað hvort hægt sé að auka orðaforða barna með málþroskaröskun með því að lesa sögubók og beita markvissri orðaforðakennslu. Annars vegar með því að lesa sögu og útskýra og vinna sérstaklega með markorðin samkvæmt aðferð beinnar kennslu Explicit instruction), og hins vegar án þess að útskýra markorðin sérstaklega, eða með óbeinni kennslu Annars vegar með því að lesa sögu og útskýra og vinna sérstaklega með markorðin samkvæmt aðferð beinnar kennslu (e. explicit instruction), og hins vegar án þess að útskýra markorðin sérstaklega, eða með óbeinni kennslu (e. implicit instruction)

Hvað er málþroskaröskun?
Orðaforði barna með málþroskaröskun
Að kenna eða læra ný orð
Orðaforðakennsla með sögulestri
Sérhannað mælitæki
Val á orðum
Stór og svolítið pirrandi fíll Fjörugt ímyndunaraf l
Óbein kennsla
Mánuði eftir íhlutun
Daglegar mælingar
Fyrra grunnskeið Óbein Bein kennsla kennsla
Seinna grunnskeið
Fyrra grunnskeið Óbein
Bein kennsla Seinna grunnskeið Viðhaldsmæling
Bein kennsla á markorðum
Viðhelst þekking á nýjum orðum?
Findings
Takmarkanir rannsóknarinnar
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call